Man Utd búið að hafa formlega samband við Ashworth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 20:30 Dan Ashworth er kominn í leyfi. Dan Mullan/Getty Images Dan Ashworth er kominn í leyfi frá starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle United en allt bendir til þess að hann taki við sama starfi hjá Manchester United. Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31