Vann Ísland tvisvar á síðasta ári og á nú að bjarga Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Francesco Calzona fagnar hér sigri á íslenska landsliðinu og um leið sæti á EM í Þýskalandi. Getty/Christian Hofer Óhætt er að segja að þjálfarastóllinn hjá Napoli sé sá heitasti í dag. Ítölsku meistararnir ráku í gær sinn annan þjálfara á þessu tímabili og það aðeins tveimur dögum fyrir leik liðsins á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira