Loksins loksins! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. febrúar 2024 15:31 Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir hraðlestur á tillögum ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum er ég bara nokkuð sáttur við útkomuna. Auðvitað er eitthvað þarna sem að ég hefði viljað hafa öðruvísi. En fljótt á litið er þetta nokkuð gott plagg, til að byrja með, í ljósi þess að það er unnið af þremur mismunandi og flestu leyti ólíkum flokkum. Flokki sem helst hefur engar breytingar vilja gera, flokki sem tekur ekki ákvarðanir, án þess að hlera salinn áður, en er þess á milli fjarverandi nema þegar gefið er á garðann og svo af flokki sem að hefur árum saman talað fyrir daufum eyrum, fyrir gagngerum breytingum á málaflokknum. Þessar tillögur eru þó fjarri því eitthvað lokasvar í málaflokknum. Enda heimurinn stöðugt að breytast og á jafnvel eftir að breytast á meðan að vinnu við útfærslu þessara tillagna stendur yfir. Til þess að þessar tillögur í heild skili viðunnandi árangri, þurfa hælisleitendamálin að vera í algerum forgangi. Um leið og í þeim hluta viðfangsefnisins skapast einhver ró og jafnvægi, verður hægara um verk að hrinda hinum tillögunum í framkvæmd. Leggja þarf ríka áherslu á starfsréttindahlutann. Hann er lykilinn að því að hægt verði að ráða fólk hingað með réttu menntunina til þess að takast á við nýjar áskoranir á sviði heilbrigðismála og annarra vísinda og tæknimála sem næstu ár og áratugir 21. aldarinnar leiða fram í dagsljósið. Takist það, mun það liðka verulega fyrir þeirri miklu verðmætasköpun sem nauðsynlegt er að ráðast í hér á næstu árum og áratugum, svo viðhalda megi og bæta hér um ókomin ár okkar grunnstoðir, eins og velferðar, mennta og heilbrigðiskerfi. Það hefur auðvitað öllum verið það ljóst, um allnokkuð skeið, að nauðsynlegt hefur verið að stíga inn í ríkjandi ástand af myndugleik og taka á því. Líka þeim sem af einhverjum ástæðum, sem ekki verða raktar hér hafa barist gegn breytingum á útlendingalöggjöfinni. Það er hins vegar alveg ljóst, að þeir flokkar sem berjast munu áfram gegn litlum eða stórum breytingum, til góðs á útlendingalöggjöfinni, eru og verða um ókomin ár, best geymdir í stjórnarandstöðu og helst utan þings. Það er fyrir löngu komið að ögurstund og tíminn til þess að hefjast handa er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar