Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Atli Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2024 07:45 Í tilkynningu segir að starfsemi Össurar verði óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Össur Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn. Össur Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn.
Össur Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf