Hvað á ég að gera við Heimaklett? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2024 10:00 Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun