Missti aldrei stjórn á aðstæðum í baðstofunni Lovísa Arnardóttir skrifar 21. febrúar 2024 14:49 World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir fyrir utan World Class Laugum í Laugardal. Vísir/Vilhelm Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að hann hafi ekki ráðið við aðstæður sem upp komu í baðstofu Lauga Spa á laugardaginn. Greint var frá því á Vísi á mánudag að lögreglan hefði haft afskipti af góðkunningjum lögreglunnar í baðstofunni. Sérsveitarmenn hefðu mætt á svæðið. Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“ Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Í hópi þeirra sem var vísað út var meðal annars Gabríel Douane, 22 ára karlmaður. Hann á að baki nokkurn brotaferil þar á meðal tveggja ára dóm fyrir líkamsárás í Borgarholtsskóla í janúar 2021 og fleiri líkamsárásir. Þá hefur hann verið hluti af svonefndu Latino-gengi sem komið hefur við sögu í deilum og árásum á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur og skotárás við Silfratjörn í Úlfarsárdal þar sem hann særðist lítillega. Það mál er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn karlmaður sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps. Hann segir að um fjóra unga menn og tvær ungar konur hafi verið að ræða en ekki sex karlmenn eins og fram kom í frétt Vísis. Þau hafi mætt snemma eftir gleði næturinnar í baðstofuna. Þau hafi svo truflað aðra gesti með því að spila tónlist „Síðan var orðið smá háreysti í þeim. Þannig við fórum niður og báðum þau að fara út. Sem þau gerðu,“ segir Björn og að aðeins einn mannanna hafi verið með einhvern smá mótþróa. Á sama tíma hafi lögreglan verið komin fyrir utan eftir að afgreiðslustúlkurnar hringdu á lögregluna. Ekki rétt ályktað Björn segir ekki rétta ályktun sem dregin var af aðkomu sérsveitar að hann hafi ekki ráðið við aðstæðurnar. Hann hafi fylgt þeim sjálfur út. Enginn hafi verið handtekinn en að lögreglan hafi verið viðstödd. „Það voru engar hótanir eða vopnaburður eða neitt slíkt,“ segir Björn Kemur eitthvað svona oft upp hjá ykkur? „Nei, en auðvitað kemur alltaf eitthvað. Við erum með það mikinn fjölda að við erum með vitleysingana líka. Við höfum ekki enn lent í þannig aðstæðum að við ráðum ekki við þær.“
Líkamsræktarstöðvar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira