Í samtali við fréttastofu sagði Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara að fundinum hefði lokið á fimmta tímanum í dag, en að boðað hefði verið til nýs fundar klukkan níu í fyrramálið.
Um er að ræða fyrsta fund aðila að kjaraviðræðum í tæpar tvær vikur, eða frá 9. febrúar. Helsta þrætueplið hefur verið svokallað forsenduákvæði um þróun verðbólgu og stýrivaxta Seðlabankans.