Ætlar að verða forseti og lærir af reynslumiklum frambjóðanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 22:31 Haffi aðstoðaði Ástþór við að safna undirskriftum í dag. Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, aðstoðaði forsetaframbjóðandann Ástþór Magnússon við að afla framboði þess síðarnefnda undirskriftum í dag. Sjálfur segist Haffi stefna á framboð þegar fram líða stundir. Því hafi verið um að ræða frábært tækifæri til að öðlast smá reynslu. Netverji nokkur vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum X að Ástþór hefði verið að safna undirskriftum í Tækniskólanum. Meiri athygli netverjans vakti þó vera Haffa í skólanum. Af hverju er Ástþór Magnússon að safna undirskriftum í Tækniskólanum og af hverju er Haffi Haff aðstoðarmaðurinn hans???— Fannar (@fannarapi) February 21, 2024 Í samtali við Vísi segir Haffi einfalda ástæðu vera fyrir þessu. Kveikjan hafi verið þegar Haffi hitti Ástþór fyrir tilviljun í hugleiðslu síðastliðinn sunnudag. „Það var svo skemmtilegt, því ég hef líka viljað bjóða mig fram einhvern tímann í framtíðinni. Þannig að hann bauð mér þá að koma og læra aðeins hvað þetta snýst um. Mér fannst þetta bara áhugavert, og ég er sú manneskja sem vill taka tækifærin. Þannig að ég ákvað að fara og sjá hvað þetta snýst um,“ segir Haffi. Þeir hafi farið í Sjómannaskólann, Tækniskólann og Listaháskólann í dag. Gaman hafi verið að hitta fólk og sjá hvernig forsetaframbjóðendur ræði við fólk og afli sér stuðnings. „Ef þú ætlar að bjóða þig fram, þá skaltu læra aðeins hvernig þetta fer fram.“ Útilokar ekki frekari aðstoð Haffi segir alveg óljóst hvort hann komi til með að liðsinna Ástþóri frekar. Hann útiloki það ekki. „Mér finnst bara gaman að geta hjálpað fólki aðeins og fá smá reynslu af þessu. Ef það eru aðrir sem vilja hjálp frá mér þá er ég til í það líka. Mér finnst mikilvægt að við séum ekki öll með sömu skoðun. Fólk er að safna undirskriftum til þess að geta boðið sig fram,“ segir Haffi og vísar til þess að hann hafi ekkert ákveðið um hver fái hans atkvæði í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi. Haffa lítist vel á friðarboðskap Ástþórs og hafi heyrt um hann góða hluti. „Ísland á að vera staðurinn þar sem fólk getur komið, eins og Reagan og Gorbachev, og talað um hlutina.“ Ástþór er einn fimm sem tilkynnt hafa um forsetaframboð. Hin fjögur eru Arnar Þór Jónsson lögmaður, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Óhætt er að segja að af þeim frambjóðendum sem fram eru komnir hafi Ástþór mesta reynslu af framboðsstörfum, en þetta er í sjötta sinn sem Ástþór sækist eftir lyklunum að Bessastöðum. Þá hefur Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, sagst íhuga af alvöru að bjóða sig fram. Ekki pólitískt embætti Þó Haffi sé ákveðinn í að bjóða sig fram síðar þá telur hann sig ekki tilbúinn. „Ég er að reyna að sýna fólki hver ég er sem manneskja, ekki bara sem listamaður, þess vegna er ég í sjálfboðastarfi, hjálpræðisherinn, hertex, kirkjan og hjálpa vinum sem voru að koma úr meðferð.“ Haffi segist ekki telja forsetaembættið eiga að snúast um pólitík. „Þetta snýst um það hver hentar best í starfið til að vera fulltrúi okkar allra.“ Kannski 2028, kannski síðar Aðspurður segir Haffi ekki ljóst hvort framboð hans til forseta verði 2028 eða síðar. „Maður veit ekki, því það gæti verið að það komi einhver, gæti verið Ástþór eða einhver annar. Það gæti komið eitthvað óvænt. 2028, ég veit ekki hvort það er nægur tími. Ég er bara að verða fertugur í september. Auðvitað þyrstir mig í að gera eitthvað flott fyrir landið mitt. Ég lít á þetta sem tækifæri. Ég hef þetta pláss og þennan tíma til að læra og fara svo að gera þetta vel,“ segir Haffi. Að hans mati þurfi forsetinn að vera maður fólksins, og embættið eigi ekki að litast af pólitík eða skoðun þess sem á Bessastöðum situr. „Mig vantar aðeins meiri tíma, aðeins meiri þróun. Ég þarf að vera sjálfsgagnrýnni, læra meira, fá gagnrýni frá öðrum. Hver veit, kannski verð ég faðir eftir nokkur ár og sé hlutina öðruvísi þá.“ Þrátt fyrir að tímaramminn sé óljós segir Haffi alveg klárt að einn daginn verði hann á kjörseðlinum. „Þegar ég er kominn inn á fimmtugs- eða sextugsaldurinn þá má alveg búast við því að ég bjóði mig fram.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 10. ágúst 2022 09:46 Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. 23. febrúar 2022 12:00 Lærði að gefast aldrei upp Haffi heillaði svo áhorfendur upp úr skónum með einlægum viðbrögðum sínum þegar allir þrír dómararnir gáfu þeim 10 í einkunn, hann segist aldrei gleyma því augnabliki. 24. janúar 2020 10:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Netverji nokkur vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum X að Ástþór hefði verið að safna undirskriftum í Tækniskólanum. Meiri athygli netverjans vakti þó vera Haffa í skólanum. Af hverju er Ástþór Magnússon að safna undirskriftum í Tækniskólanum og af hverju er Haffi Haff aðstoðarmaðurinn hans???— Fannar (@fannarapi) February 21, 2024 Í samtali við Vísi segir Haffi einfalda ástæðu vera fyrir þessu. Kveikjan hafi verið þegar Haffi hitti Ástþór fyrir tilviljun í hugleiðslu síðastliðinn sunnudag. „Það var svo skemmtilegt, því ég hef líka viljað bjóða mig fram einhvern tímann í framtíðinni. Þannig að hann bauð mér þá að koma og læra aðeins hvað þetta snýst um. Mér fannst þetta bara áhugavert, og ég er sú manneskja sem vill taka tækifærin. Þannig að ég ákvað að fara og sjá hvað þetta snýst um,“ segir Haffi. Þeir hafi farið í Sjómannaskólann, Tækniskólann og Listaháskólann í dag. Gaman hafi verið að hitta fólk og sjá hvernig forsetaframbjóðendur ræði við fólk og afli sér stuðnings. „Ef þú ætlar að bjóða þig fram, þá skaltu læra aðeins hvernig þetta fer fram.“ Útilokar ekki frekari aðstoð Haffi segir alveg óljóst hvort hann komi til með að liðsinna Ástþóri frekar. Hann útiloki það ekki. „Mér finnst bara gaman að geta hjálpað fólki aðeins og fá smá reynslu af þessu. Ef það eru aðrir sem vilja hjálp frá mér þá er ég til í það líka. Mér finnst mikilvægt að við séum ekki öll með sömu skoðun. Fólk er að safna undirskriftum til þess að geta boðið sig fram,“ segir Haffi og vísar til þess að hann hafi ekkert ákveðið um hver fái hans atkvæði í forsetakosningunum 1. júní næstkomandi. Haffa lítist vel á friðarboðskap Ástþórs og hafi heyrt um hann góða hluti. „Ísland á að vera staðurinn þar sem fólk getur komið, eins og Reagan og Gorbachev, og talað um hlutina.“ Ástþór er einn fimm sem tilkynnt hafa um forsetaframboð. Hin fjögur eru Arnar Þór Jónsson lögmaður, Axel Pétur Axelsson, Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir og Tómas Logi Hallgrímsson björgunarsveitarmaður. Óhætt er að segja að af þeim frambjóðendum sem fram eru komnir hafi Ástþór mesta reynslu af framboðsstörfum, en þetta er í sjötta sinn sem Ástþór sækist eftir lyklunum að Bessastöðum. Þá hefur Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, sagst íhuga af alvöru að bjóða sig fram. Ekki pólitískt embætti Þó Haffi sé ákveðinn í að bjóða sig fram síðar þá telur hann sig ekki tilbúinn. „Ég er að reyna að sýna fólki hver ég er sem manneskja, ekki bara sem listamaður, þess vegna er ég í sjálfboðastarfi, hjálpræðisherinn, hertex, kirkjan og hjálpa vinum sem voru að koma úr meðferð.“ Haffi segist ekki telja forsetaembættið eiga að snúast um pólitík. „Þetta snýst um það hver hentar best í starfið til að vera fulltrúi okkar allra.“ Kannski 2028, kannski síðar Aðspurður segir Haffi ekki ljóst hvort framboð hans til forseta verði 2028 eða síðar. „Maður veit ekki, því það gæti verið að það komi einhver, gæti verið Ástþór eða einhver annar. Það gæti komið eitthvað óvænt. 2028, ég veit ekki hvort það er nægur tími. Ég er bara að verða fertugur í september. Auðvitað þyrstir mig í að gera eitthvað flott fyrir landið mitt. Ég lít á þetta sem tækifæri. Ég hef þetta pláss og þennan tíma til að læra og fara svo að gera þetta vel,“ segir Haffi. Að hans mati þurfi forsetinn að vera maður fólksins, og embættið eigi ekki að litast af pólitík eða skoðun þess sem á Bessastöðum situr. „Mig vantar aðeins meiri tíma, aðeins meiri þróun. Ég þarf að vera sjálfsgagnrýnni, læra meira, fá gagnrýni frá öðrum. Hver veit, kannski verð ég faðir eftir nokkur ár og sé hlutina öðruvísi þá.“ Þrátt fyrir að tímaramminn sé óljós segir Haffi alveg klárt að einn daginn verði hann á kjörseðlinum. „Þegar ég er kominn inn á fimmtugs- eða sextugsaldurinn þá má alveg búast við því að ég bjóði mig fram.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 10. ágúst 2022 09:46 Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. 23. febrúar 2022 12:00 Lærði að gefast aldrei upp Haffi heillaði svo áhorfendur upp úr skónum með einlægum viðbrögðum sínum þegar allir þrír dómararnir gáfu þeim 10 í einkunn, hann segist aldrei gleyma því augnabliki. 24. janúar 2020 10:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 10. ágúst 2022 09:46
Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“ Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum. 23. febrúar 2022 12:00
Lærði að gefast aldrei upp Haffi heillaði svo áhorfendur upp úr skónum með einlægum viðbrögðum sínum þegar allir þrír dómararnir gáfu þeim 10 í einkunn, hann segist aldrei gleyma því augnabliki. 24. janúar 2020 10:00