Uppbygging á Gunnarshólma og hlutverk bæjarfulltrúa Bergljót Kristinsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun