Uppbygging á Gunnarshólma og hlutverk bæjarfulltrúa Bergljót Kristinsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum. Viljayfirlýsingin Ekki voru allir á eitt sáttir um þessa viljayfirlýsingu. Ég og fulltrúi Vina Kópavogs lögðum fram bókun í bæjarráði til að undirstrika að á þessu stigi málsins væri aðeins tvennt sem skipti máli; að fá úr því skorið hvort vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins þyldi slíkt álag á öryggissvæðinu og að finna út hvort önnur sveitarfélög svæðisins væru tilbúin að víkka út umsamin vaxtarmörk fyrir svona verkefni. Hvort tveggja þarf að gerast með aðkomu bæjaryfirvalda Kópavogs svo það var eðlilegt að leita þangað eftir samvinnu. Ekki var vilji til að takmarka viljayfirlýsinguna við þessi tvö atriði svo að endingu var það aðeins meirihlutinn sem samþykkti málið í bæjarstjórn. Mín skoðun Ég sem bæjarfulltrúi tel mig engan veginn geta tekið ákvörðun um slíkt mál án umsagna hagaðila og álits sérfræðinga. Mitt hlutverk núna er ekki að tjá mína skoðun heldur að safna upplýsingum og meta þær. Þá fyrst get ég sagt hug minn. En ég sem bæjarbúi á þeim aldri sem þessi byggðakjarni er hugsaður fyrir gæti sagt mína skoðun, en hún skiptir ekki máli á þessum tímapunkt. Reyndar tel ég mikilvægt að fá úr því skorið hvað má gera á þessum tveimur jörðum, Gunnarshólma og Geirlandi sem eru gott land sem þarf að líta til þegar fækkar uppbyggingarkostum í Kópavogi innan vaxtarmarka. Það gæti raungerst á næstu 20 árum. Sama á við um iðnaðarsvæði á Hólmsheiði sem Reykjavík er með á teikniborðinu. Við þurfum að styrkja rannsóknir og þétta rannsóknarborholunetið til að ekki leiki minnsti vafi á því hvert vatn rennur á þessu svæði. Jarðhræringar eins og þær sem nú eru í gangi geta valdið breytingum með tíð og tíma á vatnsrennsli svo fylgjast þarf vel með mögulegum breytingum á grunnvatnsrennsli á svæðinu. Hvað vilja hagaðilar Við vitum ekki enn hver hugur ríkisins er um að margfalda stærð hjúkrunarheimila, en þau stærstu í dag eru með um 200 pláss, flest með 100 eða færri. Það eitt og sér er heilmikil stefnubreyting. Svo er það spurningin um uppbyggingu og rekstur þessa klasa. Kópavogsbær þyrfti að leggja til 15% kostnaðar við byggingu hjúkrunarheimilis sem er miklu stærra en þörf er á í Kópavogi. Ofan á það þyrfti bærinn að leggja til þjónustubyggingu fyrir 5.000 íbúðir og sjá um rekstur hennar. Hvort fólki finnist svona samfélag góður búsetukostur er smekksatriði og því væri góð byrjun að spyrja það fólk sem uppbyggingin beinist að í opinni könnun. Þó fulltrúar í stjórn Landssambands eldri borgara hafi lýst sinni skoðun þarf það ekki að endurspegla skoðun stærri hluta þess aldurshóps. Hverjir eiga að reka hjúkrunarheimilin Hingað til hafa sveitarfélög og óhagnaðardrifin félög eins og Hrafnista séð um rekstur hjúkrunarheimila að stórum hluta. Sveitarfélögin hverfa hægt og bítandi úr þeim rekstri vegna meintrar vanáætlunar daggjalda frá ríkinu, en einhvern veginn hefur Hrafnistu, líklega í krafti stærðar, tekist að reka sín heimili án þess að kvartað hafi verið yfir niðurskurði á þjónustu. Einkarekin hjúkrunarheimili bjóða hættunni heim. Félög sem eiga að sinna arðsemissjónarmiðum ættu ekki að vera fyrsti kostur til að sinna fólki sem á erfitt með að meta gæði þjónustu. Hættan á að arðsemissjónarmið séu tekin fram yfir þarfir þjónustuþega er fyrir hendi og hana eigum við að forðast. Nú bíð ég sem bæjarfulltrúi eftir gögnum sem ég get byggt mína skoðun á. Þannig tel ég mig sinna mínu hlutverki best. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun