Takk fyrir að tala íslensku – Gefum íslensku séns Kristina Matijević skrifar 23. febrúar 2024 07:00 Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar