Takk fyrir að tala íslensku – Gefum íslensku séns Kristina Matijević skrifar 23. febrúar 2024 07:00 Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristina Matijevićog ég bý á Íslandi. Ég læri og æfi íslensku en vil samt auðvitað verða betri í íslensku. Samt læri ég núna ekki íslensku í skóla og ég hef bara tekið eitt byrjendanámskeið. Það er langt síðan. Þá bjó ég ekki á Íslandi. Ég flutti til Íslands árið 2021. Í júlí. Ég á heima á Ísafirði og vinn á leikskólanum Sólborg. Þar tala ég íslensku á hverjum degi. Þar tala kollegar mínir við mig íslensku á hverjum degi. Alltaf. Stundum er erfitt að tala. Stundum er erfitt að skilja. Það er ekki alltaf auðvelt að læra tungumál. Ég er fædd í Júgóslavíu en móðurmál mitt er króatíska. Það er slavneskt mál. Margt er ólíkt með íslensku og króatísku. Til dæmis orðaforðinn og stundum framburðurinn. Samt er vel mögulegt að læra málið, að læra íslensku. Það er stundum erfitt, stundum auðvelt og allt þar á milli. En það er mjög mikilvægt að læra málið. Þá skiptir ekki máli ef planið er að búa hér lengi eða bara í stuttan tíma. Tungumálið er lykillinn að öllu. Auðvitað hugsa ég stundum: -Af hverju er ég að gera þetta? Af hverju tala ég ekki bara ensku. Vilja ekki allir tala ensku hér öllum stundum. Er fólki ekki líka alveg sama? En það er bara stutt. Ég veit að ég verð ekki betri í íslensku ef ég nota hana ekki, ef ég heyri hana ekki. Ef ég nota ensku, ef fólk talar við mig ensku verð ég betri í ensku og fjarlægist íslenskt (mál)samfélag. Það er ekki gott. Íslenska er opinbert mál hér, mál stjórnkerfisins, mál leikskólanna, mál skólanna. Ég vil skilja það, ég vil skilja þegar börnin mín tala íslensku, ég vil geta hjálpað þeim með heimanámið. Ég vil vera hluti samfélagsins en ekki til hliðar í samfélaginu. Á Ísafirði er gott að læra og æfa íslensku. Fólk hér talar oftast við mig íslensku. Eiginlega alltaf. Þess vegna þarf ég ekki endilega að fara á námskeið (námskeið eru samt fín). Hingað til hef ég bara lært með því að tala, með því að skrifa og hlusta, með því að nota málið aftur og aftur og aftur. Það var best fyrir mig. Ég þarf sem sagt fólk sem talar við mig á íslensku, stundum rólega, stundum með því að endurtaka eða endurorða og einfalda, stundum þarf að nota hendur og fætur eða svipbrigði svo ég megi skilja. Það er nefnilega öruggt að ég læri enga íslensku sé töluð við mig enska. Svo mín skilaboð eru: Talið íslensku, gefum íslensku séns, því ef þið móðurmálshafar gerið það ekki hverjir gera það þá? Þetta hefur ekki verið vandamál fyrir mig og ég þakka ykkur fyrir að tala við mig íslensku. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun