Ekki hugað að öryggi almennings í Gleðivík Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 12:34 Útsýn úr ökumannssæti lyftarans. Bóma lyftarans er í hærri stöðu á myndinni en þegar slysið varð. Mynd breytt af RNSA. RNSA Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli. Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða. Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða.
Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Sjá meira
Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent