Ekki hugað að öryggi almennings í Gleðivík Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 12:34 Útsýn úr ökumannssæti lyftarans. Bóma lyftarans er í hærri stöðu á myndinni en þegar slysið varð. Mynd breytt af RNSA. RNSA Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli. Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða. Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða.
Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent