Á hafragrautur heima í mataræði leikskólabarna? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 07:32 Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning. Undanfarið hefur þó farið að kræla á allskonar misgáfulegum sögusögnum um hann og ýmsar mýtur sprottið upp. Þessar mýtur hafa náð þó nokkuð miklu flugi og farið að valda því að sumir hreinlega forðast það að borða gamla góða hafragrautinn og aðrar hafravörur af ótta við að hann sé ekkert svo góður heilsunni eftir allt saman. Þetta er mikil synd þar sem að Íslendingar borða alltof lítið af trefjum og hafragrautur hefur lengi verið einn af fáum trefjagjöfum Íslendinga. Það er því mikill missir að taka þennan góða trefjagjafa út. Þegar að ég frétti svo að leikskólar eru farnir að fá pressu frá foreldrum að taka út hafragrautinn fyrir börn vegna útbreiddra mýta sem eru í gangi þá fannst mér rétt að leiðrétta aðeins nokkur atriði. Förum aðeins yfir mýturnar sem hafa verið í gangi undanfarið. Mýta 1 - Hafragrautur inniheldur ekki mikla næringu og er því ekki góður kostur sem morgunmatur Sannleikur: Hafragrautur er mjög næringarríkur en hann er bæði trefjaríkur og inniheldur ýmis vítamín og steinefni eins og járn, magnesíum, sink, selen og B-vítamín. Hann inniheldur þar að auki andoxunarefnið pólýfenól sem hefur bólgueyðandi eiginleika. Hafrar hafa hæga blóðsykurssvörun, geta lækkað kólesteról í blóði, hafa góð áhrif á þarmaflóruna og blóðþrýstingsstjórnun. Mýta 2 - Hafragrautur veldur mikilli blóðsykurshækkun vegna hás kolvetnainnihalds. Sannleikur: Meðal kornvara sýna hafrar hvað hægustu blóðsykurssvörunina, sem þýðir að þeir hækka blóðsykur hægt miðað við aðrar kornvörur. Til þess að hægja svo enn meira á blóðsykurshækkun má bæta hnetusmjöri/möndlusmjöri út á grautinn og jafnvel fræjum. Þá hefur vinnslustig hafrana einnig áhrif á hversu hratt blóðsykur hækkar og eru tröllahafrar og stálslegnir hafrar t.d. góðir kostir. Mýta 3 - Hafragrautur inniheldur fýtatsýru sem hindrar upptöku ýmissa næringarefna. Sannleikur: Fýtatsýra hindrar ekki upptöku á neinum efnum en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Það á bara við ef þessi efni eru borðuð í sömu máltíð en önnur efni í fæðunni vinna gegn þessu og auka upptöku eins og t.d. C vítamín en það eykur upptöku járns. Með því að leggja hafra í bleyti eins og í overnight oats má brjóta fýtatsýruna niður og auka þannig upptökuna á næringarefnum. Mýta 4 - Hafragrautur inniheldur mikið magn af skordýraeitrinu glýfosat sem er skaðlegt Sannleikur: Hafrar innihalda 0.703 mg/kg af glýfosati en samkvæmt EFSA er örugg inntaka glýfosats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Manneskja um 80 kg þyrfti því að borða 56,9 kg af höfrum eða um 1422 skálar af hafragraut á dag til að fara yfir efri mörk. Þar að auki losar mannslíkaminn það litla magn sem við innbyrðum út á um 48 klukkustundum og því ekki mikið áhyggjuefni. Þá má líka nefna að það sama á við um seríos sem að er hafravara sem að hefur líka verið umtöluð að undanförnu. Það er því ljóst að ekki þarf að hafa áhyggjur af hafragrautnum góða og er hann bæði næringarríkur og mikilvægur trefjagjafi sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar borða almennt alltof lítið af trefjum. Ég vona að eftir þennan lestur að þið haldið áfram að borða næringarríka hafragrautinn óhrædd. Hægt er að fá meiri fróðleik og sjá fleiri mýtur leiðréttar á instagram undir aðgangnum @naeringogjafnvaegi. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun