„Íbúar Gasa eins og dýr í búri“ Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 13:04 Bjarni svaraði fyrirspurn Þórunnar og sagði Ísland hafa gert miklu meira en önnur ríki til þess að ná út af Gasa þeim sem hefðu dvalarleyfi hér á landi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagðist deila áhyggjum Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu af stöðunni í Rafah. „Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira