Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 14:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Árið 2014 innlimuðu Rússar Krímskaga en meðal annars þess vegna hafa Úkraínumenn sagt að allsherjarinnrás Rússa þann 24. febrúar 2022 hefði ekki átt að koma íbúum Evrópu í opna skjöldu. Martöð Úkraínumanna hófst fyrir fulla alvöru þennan dag fyrir tæpum tveimur árum en þá hófu Rússar loftárásir á nokkrar borgir samtímis, þar á meðal á Kænugarð. Til að minnast þessa dags og þeirra Úkraínumanna sem fallið hafa í stríðinu bauð úkraínska þingið formönnum utanríkismálanefnda í Evrópu og Kanada til Kænugarðs. Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsótti úkraínska þingið í morgun og fundaði með forseta úkraínska þingsins og formönnum nefnda. Hún segir Úkraínumenn meðvitaða um þá stríðsþreytu sem hefur látið á sér kræla í Evrópu síðastliðið ár. „Það er svo merkilegt að hitta þetta fólk og finna hvað það er mikill styrkur í þessu fólki og mikið baráttuþrek og baráttuvilji og manni finnst það eiginlega hjákátlegt að maður nefnir, bæði í okkar álfu og víðar hjá vestrænum ríkjum, einhverja stríðsþreytu hjá þeim sem eru þó ekki eiginlega að heyja þetta stríð.“ Eftir því sem á líði færist hörmungarnar nær öllum í Úkraínu. „Ekki bara þegar kemur að eigin heilsu, heimili og atvinnu og annað heldur líka í mannfalli, þetta er orðið svo svakalega nálægt þeim öllum.“ Efst í huga Diljár er þakklæti í garð Úkraínumanna. „Þeir eru að berjast fyrir okkar gildum og fyrir okkar heimsmynd sem er sótt að úr öllum áttum og fyrir það erum við alveg gríðarlega þakklát og það er mikill samhljómur í okkar hópi hér og við vitum það fullvel að við þurfum að gera meira og standa okkur betur í að styðja við og standa með vinum okkar hér í Úkraínu.“
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52 Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. 15. febrúar 2024 12:52
Umfangsmiklar loftárásir á borgir Úkraínu í morgunsárið Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði í morgun eftir að Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á höfuðborgina og aðrar borgir í Úkraínu. 7. febrúar 2024 06:52