Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum framseldan frá Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2024 15:32 Landsréttur vísaði málinu frá dómi Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis. Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði framseldur til annars ótilgreinds lands á grundvelli evrópskar handtökuskipunar. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á þá kröfu. Brotin sem manninum eru gefin að sök eru kynferðisbrot gegn börnum, framin á árunum 2021 til 2023. Brotin sem maðurinn er grunaður um væru einnig refsiverð á Íslandi. Miðað við lagaákvæði sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms er um að ræða brot er varða: útbúning, öflun, og dreifingu á efni sem sýnir nekt eða kynferðislega háttsemi, kynferðislega áreitni gegn barni sem fellur ekki undir samræði, og birting og útbúningur kláms. Brotin varði allt að tuttugu ára fangelsi Fram kemur að umrædd brot gætu varðað allt að tuttugu ára fangelsi í landinu sem vill fá manninn afhentan, en það á ekki við um íslenska refsirammann. Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir manninum að hann hafi verið búsettur á Íslandi í rúm tvö ár og starfa hér á landi. Hann hafi aðlagast íslensku samfélagi og ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Þá hafnaði hann því að hann hafi reynt að leynast erlendum yfirvöldum hér á landi. Hann sagðist hafa átt erfitt uppdráttar og flutt til Íslands til að hefja nýtt líf. Hér líði honum vel. Viðurkenndi að hafa fengið senda myndir Maðurinn hafnaði því sem hann er sakaður um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk handtökuskipunina í hendur þann annan febrúar og hún handtók manninn daginn eftir. Í skýrslutöku, sem tekin var daginn þar á eftir, viðurkenndi maðurinn að hann hafi fengið sendar myndir í gegnum samfélagsmiðlana WhatsApp og Telegram, en neitaði sök að öðru leyti. Þá vildi maðurinn meina að tímalengd þeirrar refsingar sem kunni að liggja fyrir ætluðum brotum hans séu í slíku ósamræmi við alvarleika þeirra að fyrirhuguð málsmeðferð brjóti gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Héraðsdómur féllst ekki á það og varð við beiðni erlendu yfirvaldanna um afhendingu mannsins, en líkt og áður segir vísaði Landsréttur málinu frá dómi þar sem maðurinn er kominn úr landi.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira