Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 20:22 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18