Handbolti

Grótta ekki í vand­ræðum með Víking

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grótta vann góðan sigur í kvöld.
Grótta vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Diego

Grótta vann Víking með átta marka mun í eina leik kvöldsins í Olís-deild karla, lokatölur 32-24.

Heimamenn voru alltaf skrefinu á undan í kvöld, leiddu með þremur mörkum í hálfleik og gengu svo einfaldlega frá gestunum í þeim síðari.

Jakob Ingi Stefánsson var markahæstur í liði Gróttu með 5 mörk. Þeir Jón Ómar Gíslason og Ágúst Emil Grétarsson skoruðu 4 mörk hver. Í markinu varði Einar Baldvin Baldvinsson 11 skot og Hannes Pétur Hauksson tvö, af þeim þremur sem hann fékk á sig. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur hjá Víkingum með 5 mörk.

Grótta er áfram í 8. sæti, nú með 13 stig að loknum 17 leikjum. Víkingum er í 11. sæti með 8 stig, einu frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×