Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2024 15:30 Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert Guðmundsson knattspyrnumann fyrir kynferðisbrot. Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira