Leikmenn verða ekki launþegar og fá ekki fjögurra vikna frí Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 16:34 Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, talaði fyrir tillögum samtakanna á ársþingi KSÍ. vísir / einar Leikmannasamtök Íslands fengu hugmyndum sínum ekki framfylgt á 78. ársþingi KSÍ. Tillögu um launþegasamninga leikmanna var vísað frá og tillaga um sumarfrí var felld með afgerandi hætti. Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Breiðablik, FH, Valur og Víkingur, lögðu til að vísa frá fyrri tillögu Leikmannasamtakanna. Tillagan sneri að því að einfalda reglur og taka út allan vafa um greiðslur og launatengd gjöld leikmannasamninga. Samningur hefðu þá verið með tvenns konar hætti, áhugamanna- og atvinnumannasamningar, sem hvor um sig hefði skýrt regluverk kringum sig. Tillagan naut ekki góðs hljómgrunns, fjárhags- og endurskoðunarnefnd, knattspyrnu- og þróunarnefnd auk samninga- og félagsskiptanefndar settu sig öll upp á móti henni. Auk þess lögðu Leikmannasamtök Íslands fram aðra tillögu, um sumarhlé sem varir í að minnsta kosti fjórar vikur, og myndi skipta deildinni í vor- og haust tímabil. Þar fengju leikmenn að minnsta kosti 14 daga samfleytt frí frá skipulögðum æfingum hjá sínum félagsliðum. Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtakanna, bar það fyrir sér að rúmlega sextíu prósent leikmanna væru meðfylgnir hugmyndinni um frí. Þá sagði hann verktakasamningana sem tíðkast víða ekki uppfylla kröfur atvinnumannadeildar. Breytingartillaga var samþykkt um að breyta orðalagi þannig að fríið yrði í þrjár vikur, 7 daga samfleytt frá skipulögðum æfingum. Tillaga Leikmannasamtakanna um sumarhlé fór fyrir atkvæðagreiðslu, með breytingum, og var felld. 27 greiddu atkvæði með og 110 á móti. 78. ársþing KSÍ fer fram í Úlfarsárdal. Kosið verður um nýjan formann innan skamms og fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Arnar Sveinn Geirsson Tengdar fréttir Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Tillaga ÍTF felld og enginn stjórnarmaður KSÍ má starfa fyrir aðildarfélag Lagabreyting var gerð á 78. ársþingi Knattspyrnusambands Íslands. Héðan í frá má enginn stjórnarmaður KSÍ sitja í stjórn eða ráðum hjá aðildarfélögum sambandsins, en hingað til hafði fulltrúi Íslensks toppfótbolta verið undanskilinn þeim reglum. 24. febrúar 2024 14:37