Vonbrigði að allir gestakokkar hátíðarinnar séu karlkyns Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 19:06 Gestakokkarnir eru 17 talsins. Matarhátíðin Food & Fun hefst í 23. sinn í byrjun næsta mánaðar. Að vanda tekur fjöldi gestakokka þátt. Tvær konur í veitingageiranum á Íslandi segja það stinga verulega í stúf að allir séu þeir karlkyns. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir óheppni hafa valdið því að fáar konur taki þátt. „Food and fun hátíðin hefst bráðlega. Stórhátíð veitingabransans þar sem fagmenn og áhugafólk sameinast um matarást og margrómuðum matreiðslumeisturum er boðið til landsins. Það ríkir ávallt tilhlökkun ár hvert að sjá hvaða gestakokkar taka þátt. Það vekur því óneitanlega athygli að af þeim 17 gestakokkum sem taka þátt á hátíðinni í ár þá er ekki ein einasta kona eða kvár! Hvernig stendur á því árið 2024??,“ spyr Elma Backman eigandi veitingahússins Matar og drykkjar á Íslandi, í færslu sem hún birti á Facebook í gær. Hún segir þetta vekja upp fjölda spurninga um tækifæri kvenna og kvára í bransanum. Í samtali við fréttastofu segir Elma þetta mikil vonbrigði og þess valdandi að hún muni ekki sækja hátíðina í ár. „Þetta er fáránlegt kynjahlutfall og er svo mikil tímaskekkja. En þetta kemur mér ekki á óvart því þetta er mjög lýsandi fyrir veitingabransann,“ segi Elma og bendir á að ekki sé langt síðan bent var á að af um tvö þúsund útskrifuðum matsveinum væru aðeins rúmlega 190 konur frá upphafi. Elma Backman er eigandi Matar og Drykkjar og segir kynjahlutfallið á hátíðinni mikil vonbrigði. „Þetta er rosalega skakkt hlutfall og við þurfum að fara að spyrja okkur hvað sé hægt að gera til að breyta þessu. Það þarf að taka samtal um það hvað sé hægt að gera til að koma hreyfingu á þessa hluti.“ Elma segist sjálf hafa slæma reynslu fyrst úr veitingabransanum. Það hafi verið mikið kynjamisrétti og einelti. Hún segir bransann þó vera að breytast og að í dag séu margar framúrskarandi konur bæði hérlendis og erlendis og að því hefði það ekki verið vandamál að fá þær til að taka þátt. „Þetta er hræðilegur bransi fyrir konur. Það er rosalega mikil persónudýrkun og það eru aðallega karlmenn sem eru í þeirri stöðu. Konur fá lítið pláss í bransanum,“ segir Elma og hana hafi lengi langað að stofna samtök fyrir konur í veitingageiranum. Til að vinna að því að gefa þeim meira pláss. „Til að taka samtalið við konur í þessum bransa og skoða hvort við getum gert eitthvað. Við þurfum að koma hreyfingu á þessa hluti og ég vill heyra í öðrum konum í bransanum.“ Ósátt við hlutfallið Helga Haraldsdóttir, yfirkokkur á Mat og Drykk og eigandi sælgætisfyrirtækisins Kandís, tekur undir það sem Elma segir og segist heldur ekki ætla að mæta á hátíðina í ár. „Ég verð að viðurkenna að ég er ósátt við þetta. Ég skrollaði alveg nokkrum sinnum upp og niður á heimasíðunni. Því ég varla trúði þessu. Þetta eru 17 kokkar og mér finnst það klárlega vera á ábyrgð aðstandenda að passa upp á þetta, að það sé fjölbreytni í kokkunum sem eru að koma til landsins,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga Haraldsdóttir yfirkokkur á Mat og drykk segir þetta góða áminningu um að láta í sér heyra. Þetta sé ekki góð staða. Hún segir hátíðina afar flotta í ár og að það sé alltaf vel að henni staðið. Því hafi það verið sérstök vonbrigði að sjá þetta kynjahlutfall. „Það er alveg magnað að fá sautján kokka hingað til landsins og leiðinlegt að það sé þetta sem vantar upp á árið 2024.“ Hún segir að á sama tíma og þetta séu ákveðin vonbrigði sé þetta áminning um að passa upp á kynjahlutföll og stöðu kvenna í þessum karllæga bransa. „Að það sé gert pláss fyrir okkur en líka að við séum óhræddar við að taka okkur pláss. Það er frábært að fá þessa kokka en þetta má ekki vanta upp á.“ Helga segir sjá fyrir sér að sækja um að vera með á næsta ári og fá til sín kvenkyns kokk. „Ég get bent á það sem miður fer en ég get líka tekið þátt í úrbótunum,“ segir Helga sem einnig telur mikilvægt að stofna samtök fyrir konur í veitingageira. Til að efla þær, samstöðu þeirra og tengslanet. Meistarkokkurinn Siggi Hall stofnandi hátíðarinnar, Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi og forstjóri Dineout og Óli Hall, framkvæmdastjóri Food & fun. Óli segir að Food & Fun hafi verið með nokkra kvenkyns Michelin-kokka í sigtinu sem hafi verið mjög áhugasamar en að svo hafi komið upp að hátíðin er haldin á sama tíma og alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn, þann 8. mars, og að þær hafi ekki getað farið á þeim tíma frá veitingastöðum sínum. „Við vorum með nokkrar sem ætluðu að koma en þetta var eiginlega bara óheppni,“ segir Óli. Hann segir hátíðina ekki hafa bein áhrif á það hvaða kokkar taka þátt hverju sinni. Kokkarnir á þeim stöðum sem taki þátt tilnefni oft sjálfir þá sem þeir vilja fá. Það sé ekki nema þeim gangi illa að finna einhvern sem hann sjálfur eða faðir hans, Sigurður L. Hall, eða Siggi Hall, aðstoði við að finna einhvern gestakokk. Þetta sé eitthvað sem hafi breyst mikið frá því að Siggi stofnaði hátíðina og hafi þá verið einn með bestu samböndin. Heimurinn sé minni núna og fleiri kokkar hafi eldað erlendis. „Þetta eru 18 ólík fyrirtæki sem koma að þessu vali. Ég skil alveg að þetta líti illa út og okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt. Við höfum alltaf lagt upp með það að fá sem flestar konur til að taka þátt,“ segir Óli og nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi verið sérstakt átak á hátíðinni að fá konur til að vera með og fjallað hafi verið um það í Fréttablaðinu. „Þetta er því miður karllægur bransi og hefur verið það lengi.“ Forsíða Fréttablaðsins í mars 2018 þar sem fjallað var sérstaklega um konur í matvælaiðnaði. Hann segir þau hjá Food & Fun vera meðvituð um þetta kynjahlutfall og séu að reyna að hugsa í lausn að þessum vanda. Þau sjái ekki endilega að kvóti sé lausnin en að þetta sé samtal sem þurfi að taka, hérlendis og erlendis. „Við viljum gefa konum meira pláss en það varð því miður svo í ár að það gekk ekki upp.“ Vilja gefa konum pláss Hann segir að ef litið er til hátíðarinnar í gegnum árin hafi þau verið með töluvert fleiri kvenkokka á síðustu 23 árum en hafi hlutfallslega verið í bransanum. Þau hafi reynt eftir bestu getu að koma þeim á framfæri og vilji gera það áfram. „En við viðurkennum alveg að í ár hefðum við viljað hafa miklu fleiri konur í forgrunni. En þetta raðaðist einhvern veginn upp á þennan hátt. Þetta er höfuðverkur sem við erum að díla við en vitum ekki alveg hver lausnin er.“ Óli og Inga Tinna í partý á vegum Dineout í liðinni viku. Arnór Trausti Kristínarson Spurður hvort hann telji tilefni til þess að veitingastaðirnir eigi samtal um þetta segir hann það þurfa að eiga sér stað á heimsvísu. „Það er allt að breytast. Það er fjöldinn allur af frábærum kvenkokkum um allan heim og við eigum fjöldann allan af frábærum kvenkokkum á Íslandi. Hrefna Sætran rekur tvo vinsælustu veitingastaðina og svo erum við með Möggu á Duck and Rose sem hefur náð miklum árangri. Snædís er fyrirliði kokkalandsliðsins og er einn mest spennandi veitingamaður á landinu. Það er fullt af flottum konum í bransanum en karlarnir eru kannski fyrirferðameiri,“ segir Óli að lokum. Uppfært 20:24: Áður kom fram að þrír gestakokkanna væru kvenkyns en það er ekki satt. Þeir eru allir karlkyns. Food and Fun Jafnréttismál Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Tengdar fréttir World Class hjónin, forsetafrúin og landsliðsfyrirliði í glæsiteiti Húsfyllir var í glæsiteiti Dineout, í samstarfi við Food & Fun, á þakbar Edition hótel, The ROOF í gærkvöldi. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga voru meðal gesta sem gæddu sér á ljúffengum réttum og skáluðu fyrir Food & Fun hátíðinni sem hefst 6. mars næstkomandi. 19. febrúar 2024 21:17 Íslensku kokkarnir lönduðu bronsi Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna. 7. febrúar 2024 14:16 Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. 21. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Food and fun hátíðin hefst bráðlega. Stórhátíð veitingabransans þar sem fagmenn og áhugafólk sameinast um matarást og margrómuðum matreiðslumeisturum er boðið til landsins. Það ríkir ávallt tilhlökkun ár hvert að sjá hvaða gestakokkar taka þátt. Það vekur því óneitanlega athygli að af þeim 17 gestakokkum sem taka þátt á hátíðinni í ár þá er ekki ein einasta kona eða kvár! Hvernig stendur á því árið 2024??,“ spyr Elma Backman eigandi veitingahússins Matar og drykkjar á Íslandi, í færslu sem hún birti á Facebook í gær. Hún segir þetta vekja upp fjölda spurninga um tækifæri kvenna og kvára í bransanum. Í samtali við fréttastofu segir Elma þetta mikil vonbrigði og þess valdandi að hún muni ekki sækja hátíðina í ár. „Þetta er fáránlegt kynjahlutfall og er svo mikil tímaskekkja. En þetta kemur mér ekki á óvart því þetta er mjög lýsandi fyrir veitingabransann,“ segi Elma og bendir á að ekki sé langt síðan bent var á að af um tvö þúsund útskrifuðum matsveinum væru aðeins rúmlega 190 konur frá upphafi. Elma Backman er eigandi Matar og Drykkjar og segir kynjahlutfallið á hátíðinni mikil vonbrigði. „Þetta er rosalega skakkt hlutfall og við þurfum að fara að spyrja okkur hvað sé hægt að gera til að breyta þessu. Það þarf að taka samtal um það hvað sé hægt að gera til að koma hreyfingu á þessa hluti.“ Elma segist sjálf hafa slæma reynslu fyrst úr veitingabransanum. Það hafi verið mikið kynjamisrétti og einelti. Hún segir bransann þó vera að breytast og að í dag séu margar framúrskarandi konur bæði hérlendis og erlendis og að því hefði það ekki verið vandamál að fá þær til að taka þátt. „Þetta er hræðilegur bransi fyrir konur. Það er rosalega mikil persónudýrkun og það eru aðallega karlmenn sem eru í þeirri stöðu. Konur fá lítið pláss í bransanum,“ segir Elma og hana hafi lengi langað að stofna samtök fyrir konur í veitingageiranum. Til að vinna að því að gefa þeim meira pláss. „Til að taka samtalið við konur í þessum bransa og skoða hvort við getum gert eitthvað. Við þurfum að koma hreyfingu á þessa hluti og ég vill heyra í öðrum konum í bransanum.“ Ósátt við hlutfallið Helga Haraldsdóttir, yfirkokkur á Mat og Drykk og eigandi sælgætisfyrirtækisins Kandís, tekur undir það sem Elma segir og segist heldur ekki ætla að mæta á hátíðina í ár. „Ég verð að viðurkenna að ég er ósátt við þetta. Ég skrollaði alveg nokkrum sinnum upp og niður á heimasíðunni. Því ég varla trúði þessu. Þetta eru 17 kokkar og mér finnst það klárlega vera á ábyrgð aðstandenda að passa upp á þetta, að það sé fjölbreytni í kokkunum sem eru að koma til landsins,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. Helga Haraldsdóttir yfirkokkur á Mat og drykk segir þetta góða áminningu um að láta í sér heyra. Þetta sé ekki góð staða. Hún segir hátíðina afar flotta í ár og að það sé alltaf vel að henni staðið. Því hafi það verið sérstök vonbrigði að sjá þetta kynjahlutfall. „Það er alveg magnað að fá sautján kokka hingað til landsins og leiðinlegt að það sé þetta sem vantar upp á árið 2024.“ Hún segir að á sama tíma og þetta séu ákveðin vonbrigði sé þetta áminning um að passa upp á kynjahlutföll og stöðu kvenna í þessum karllæga bransa. „Að það sé gert pláss fyrir okkur en líka að við séum óhræddar við að taka okkur pláss. Það er frábært að fá þessa kokka en þetta má ekki vanta upp á.“ Helga segir sjá fyrir sér að sækja um að vera með á næsta ári og fá til sín kvenkyns kokk. „Ég get bent á það sem miður fer en ég get líka tekið þátt í úrbótunum,“ segir Helga sem einnig telur mikilvægt að stofna samtök fyrir konur í veitingageira. Til að efla þær, samstöðu þeirra og tengslanet. Meistarkokkurinn Siggi Hall stofnandi hátíðarinnar, Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi og forstjóri Dineout og Óli Hall, framkvæmdastjóri Food & fun. Óli segir að Food & Fun hafi verið með nokkra kvenkyns Michelin-kokka í sigtinu sem hafi verið mjög áhugasamar en að svo hafi komið upp að hátíðin er haldin á sama tíma og alþjóðlegur baráttudagur kvenna er haldinn, þann 8. mars, og að þær hafi ekki getað farið á þeim tíma frá veitingastöðum sínum. „Við vorum með nokkrar sem ætluðu að koma en þetta var eiginlega bara óheppni,“ segir Óli. Hann segir hátíðina ekki hafa bein áhrif á það hvaða kokkar taka þátt hverju sinni. Kokkarnir á þeim stöðum sem taki þátt tilnefni oft sjálfir þá sem þeir vilja fá. Það sé ekki nema þeim gangi illa að finna einhvern sem hann sjálfur eða faðir hans, Sigurður L. Hall, eða Siggi Hall, aðstoði við að finna einhvern gestakokk. Þetta sé eitthvað sem hafi breyst mikið frá því að Siggi stofnaði hátíðina og hafi þá verið einn með bestu samböndin. Heimurinn sé minni núna og fleiri kokkar hafi eldað erlendis. „Þetta eru 18 ólík fyrirtæki sem koma að þessu vali. Ég skil alveg að þetta líti illa út og okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt. Við höfum alltaf lagt upp með það að fá sem flestar konur til að taka þátt,“ segir Óli og nefnir sem dæmi að árið 2018 hafi verið sérstakt átak á hátíðinni að fá konur til að vera með og fjallað hafi verið um það í Fréttablaðinu. „Þetta er því miður karllægur bransi og hefur verið það lengi.“ Forsíða Fréttablaðsins í mars 2018 þar sem fjallað var sérstaklega um konur í matvælaiðnaði. Hann segir þau hjá Food & Fun vera meðvituð um þetta kynjahlutfall og séu að reyna að hugsa í lausn að þessum vanda. Þau sjái ekki endilega að kvóti sé lausnin en að þetta sé samtal sem þurfi að taka, hérlendis og erlendis. „Við viljum gefa konum meira pláss en það varð því miður svo í ár að það gekk ekki upp.“ Vilja gefa konum pláss Hann segir að ef litið er til hátíðarinnar í gegnum árin hafi þau verið með töluvert fleiri kvenkokka á síðustu 23 árum en hafi hlutfallslega verið í bransanum. Þau hafi reynt eftir bestu getu að koma þeim á framfæri og vilji gera það áfram. „En við viðurkennum alveg að í ár hefðum við viljað hafa miklu fleiri konur í forgrunni. En þetta raðaðist einhvern veginn upp á þennan hátt. Þetta er höfuðverkur sem við erum að díla við en vitum ekki alveg hver lausnin er.“ Óli og Inga Tinna í partý á vegum Dineout í liðinni viku. Arnór Trausti Kristínarson Spurður hvort hann telji tilefni til þess að veitingastaðirnir eigi samtal um þetta segir hann það þurfa að eiga sér stað á heimsvísu. „Það er allt að breytast. Það er fjöldinn allur af frábærum kvenkokkum um allan heim og við eigum fjöldann allan af frábærum kvenkokkum á Íslandi. Hrefna Sætran rekur tvo vinsælustu veitingastaðina og svo erum við með Möggu á Duck and Rose sem hefur náð miklum árangri. Snædís er fyrirliði kokkalandsliðsins og er einn mest spennandi veitingamaður á landinu. Það er fullt af flottum konum í bransanum en karlarnir eru kannski fyrirferðameiri,“ segir Óli að lokum. Uppfært 20:24: Áður kom fram að þrír gestakokkanna væru kvenkyns en það er ekki satt. Þeir eru allir karlkyns.
Food and Fun Jafnréttismál Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Tengdar fréttir World Class hjónin, forsetafrúin og landsliðsfyrirliði í glæsiteiti Húsfyllir var í glæsiteiti Dineout, í samstarfi við Food & Fun, á þakbar Edition hótel, The ROOF í gærkvöldi. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga voru meðal gesta sem gæddu sér á ljúffengum réttum og skáluðu fyrir Food & Fun hátíðinni sem hefst 6. mars næstkomandi. 19. febrúar 2024 21:17 Íslensku kokkarnir lönduðu bronsi Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna. 7. febrúar 2024 14:16 Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. 21. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
World Class hjónin, forsetafrúin og landsliðsfyrirliði í glæsiteiti Húsfyllir var í glæsiteiti Dineout, í samstarfi við Food & Fun, á þakbar Edition hótel, The ROOF í gærkvöldi. Fjöldi þjóðþekktra Íslendinga voru meðal gesta sem gæddu sér á ljúffengum réttum og skáluðu fyrir Food & Fun hátíðinni sem hefst 6. mars næstkomandi. 19. febrúar 2024 21:17
Íslensku kokkarnir lönduðu bronsi Íslenska kokkalandsliðið hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Stuttgart Þýskalandi. Keppni lauk í gær og voru úrslitin kynnt nú eftir hádegið á lokahátíð leikanna. 7. febrúar 2024 14:16
Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. 21. nóvember 2023 20:30