Ten Hag sagði ein mistök hafa kostað Man Utd leikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 19:05 Erik Ten Hag horfði á lið sitt tapa á heimavelli í dag. Vísir/Getty Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, sagði ein mistök hafa kostað sína menn leikinn gegn Fulham í dag er liðin mættust á Old Trafford. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þegar lítið var eftir af annars löngum uppbótartíma en fyrir leik dagsins hafði Man Utd verið á fínu skriði í deildinni. „Þeir áttu innkast við eigin hornfána, við vorum með þá undir pressu en við vorum með einn leikmann út úr stöðu. Sem lið eigum við að gera betur og passa að allir séu í réttri stöðu. Við leyfðum þeim að sleppa (í gegn) og það á að vera hægt að koma í veg fyrir það,“ sagði Ten Hag eftir tap dagsins. „Liðið sýndi mikinn karakter í að koma til baka, við áttum skilið að jafna og sóttum til sigurs. Leikmenn sýndu hvaða karakter og persónuleika þeir hafa að geyma. Sigurmarkið kom eftir mistök. Þar á undan sóttum við til sigurs og hefðum átt að nýta færin sem við fengum.“ „Við áttum í erfiðleikum með spilamennsku þeirra á vinstri hluta vallarins frá okkur séð. EN við brugðumst vel við, stigum upp úr öftustu línu og þegar við náðum því þá tókum við leikinn yfir og byrjuðum að skapa færi.“ Man United var án leikmann á borð við Lisandro Martínez, Luke Shaw og Rasmus Höjlund í dag. Þá fór Casemiro meiddur af velli. „Með hópinn sem við höfum þá hefðum við átt að vinna leikinn. Leikurinn var hægur og við verðum að vera tilbúnir frá því að leikurinn er flautaður á.“ „Það er hægt að gagnrýna en liðið sýndi mikinn karakter í báðum hálfleikjum,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir tap dagsins er Man United í 6. sæti með 44 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
„Þeir áttu innkast við eigin hornfána, við vorum með þá undir pressu en við vorum með einn leikmann út úr stöðu. Sem lið eigum við að gera betur og passa að allir séu í réttri stöðu. Við leyfðum þeim að sleppa (í gegn) og það á að vera hægt að koma í veg fyrir það,“ sagði Ten Hag eftir tap dagsins. „Liðið sýndi mikinn karakter í að koma til baka, við áttum skilið að jafna og sóttum til sigurs. Leikmenn sýndu hvaða karakter og persónuleika þeir hafa að geyma. Sigurmarkið kom eftir mistök. Þar á undan sóttum við til sigurs og hefðum átt að nýta færin sem við fengum.“ „Við áttum í erfiðleikum með spilamennsku þeirra á vinstri hluta vallarins frá okkur séð. EN við brugðumst vel við, stigum upp úr öftustu línu og þegar við náðum því þá tókum við leikinn yfir og byrjuðum að skapa færi.“ Man United var án leikmann á borð við Lisandro Martínez, Luke Shaw og Rasmus Höjlund í dag. Þá fór Casemiro meiddur af velli. „Með hópinn sem við höfum þá hefðum við átt að vinna leikinn. Leikurinn var hægur og við verðum að vera tilbúnir frá því að leikurinn er flautaður á.“ „Það er hægt að gagnrýna en liðið sýndi mikinn karakter í báðum hálfleikjum,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir tap dagsins er Man United í 6. sæti með 44 stig, átta stigum frá Aston Villa í 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira