„Sjally Pally“ heppnaðist vonum framar: „Við erum bara rétt að byrja!“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 18:30 Verðlaunaafhending að móti loknu. Dilyan Kolev frá Pílufélagi Vopnafjarðar stóð uppi sem sigurvegari í karlaflokki. vísir / bjarni freyr Stærsta pílumót í sögu Akureyrar fór fram um helgina og heppnaðist vonum framar. 160 keppendur voru skráðir til leiks og aðgöngumiðar á úrslitakvöldið seldust upp svipstundis. Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum. Pílukast Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira
Dilyan Kolev vann karlaflokkinn eftir sigur í úrslitum gegn Matthíasi Friðrikssyni og Brynja Herborg hreppti hnossið í kvennaflokki eftir sigur í úrslitum gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur. Þröstur Þór Sigurðsson tók Forsetabikarinn. Mikil spenna ríkti fyrir mótinu sem mótshaldarar kölluðu Sjally Pally, tilvísun í vinsælasta pílumót heims, heimsmeistaramótið í Alexandria Palace í Bretlandi, sem gjarnan er kallað Ally Pally. Keppt var um allt hús á fyrra keppniskvöldinu á föstudag en á laugardagskvöldi tóku 270 áhorfendur sér sæti við borð í aðalsalnum og fylgdust með útsláttarkeppninni sem fór fram á sviðinu. Gríðarleg stemning á fyrsta keppniskvöldijónatan friðriksson / kaffid.is Salurinn borðlagur á laugardagskvöldipíludeild þórs Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarsson, eigandi Sjallans, greindu frá því að selst hafi upp á mótið á tæpum 40 mínútum. Þá sagði Davíð gífurlegan uppgang í pílunni á Íslandi, píluæðið sé í hámarki og þeir hafi gripið tækifærið til að gera eitthvað stórt. Mikil ánægja var með mótið meðal allra sem að því komu, stefnt er að því að halda enn stærra og betra mót á næsta ári og Sjally Pally gæti vel fest sig í sessi sem árlegur íþróttaviðburður á Akureyri. „Sami staður, stærra partý, fleiri ljós, fleiri myndavélar, fleiri og stærri skjáir, sami kynnir. Við ætlum að toppa #SJALLYPALLY24. Skráning hefst í janúar 2025 og mótið verður í febrúar 2025 setjið í calendar! Við erum bara rétt að byrja!“ skrifaði Píludeild Þórs á Facebook-síðu sinni. Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitumvísir / bjarni freyr Matthías Örn Friðriksson, einn fremsti pílukastari landsins, var meðal keppenda og komst alla leið í úrslit en tapaði þar fyrir Dilyan Kolev. Matthías heldur einnig úti pílusíðunni Live Darts Iceland sem sýndi beint frá öllu kvöldinu á Sjallanum. Mikill metnaður var í útsendingunni en alls voru fjórar myndavélar nýttar í streymið og sýnt var frá öllum sjónarhornum.
Pílukast Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Sjá meira