Skömmin sem getur fylgt því að örmagnast Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 15:00 Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Sjá meira
Veistu hvað er erfitt? Þreyta. Síþreyta, örmögnunar þreyta, yfirþyrmandi þreyta, óyfirstíganleg þreyta. Það versta við þreytu, annað en ástandið sjálft, er hversu ósýnleg hún getur verið. Svo er hún líka bara aumingjaskapur og leti ekki satt? Þetta viðhorf virðist því miður rótgróið og vegna þessa sitjum við oftar en ekki uppi með niðurrif og skömm, í staðin fyrir sjálfsmildi og skilning. Mér finnst þessi setning svara ástæðu þessa viðhorfs nokkuð vel í stuttu máli: ,,Maður er alinn upp við að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og á ekki að sýna veikleika merki” en hún var send inn í kjölfar umræðu um þreytu á síðu pistlahöfundar. Það er kannski einna helst líkamlega þreytan, eftir áreynslu, sem við skömmumst okkar hvað minnst fyrir. Við höfum þá allavegana afsökun fyrir henni - við vorum svo dugleg. Þá er eftir þreytan vegna streitu, andlega þreytan, þreyta vegna veikinda, raskana og/eða sjúkdóma, aukaverkana lyfja, hormónaójafnvægis… Já, þreyta er víst ekki bara það sama og þreyta. Sé um streitu að ræða, vona ég að þú stoppir þig af áður en líkami þinn gerir það. Þú átt ekki að þurfa að vera með samviskubit yfir því að hvíla þig, í samfélagi sem ekki var byggt upp til þess að koma í veg fyrir streituna til þess að byrja með. Örmögnun Hér má sjá nokkur svör við eftirfarandi spurningu, sem nýlega var lögð fyrir fylgjendur: Hvernig leið þér með það að örmagnast (yfir lengra tímabil) og fannstu fyrir einhverri skömm vegna þessa? Ég er alveg að farast úr skömm! Finnst enginn skilja mig og að þetta sé nú bara væl. Já. Mér finnst ég vera að bregðast börnunum mínum og veit ekki hver ég er orðin. Ég er búin að gráta og gráta. Fann fyrir mikilli skömm. Reyndi svo mikið að leyna því og maki minn mátti engum segja. Niðurbrjótandi að upplifa það að geta ekki gert það sama og “allir” aðrir. Einfalda, daglega og sjálfsagða hluti. Ó já, skammast mín rosalega. Fór ekki út úr húsi nema eftir vinnutíma, því mér fannst erfitt að vera spurð/útskýra. Já mjög. Leið eins og sakamanni. Að ég væri að bregðast öllum. Fann og finn ennþá fyrir mikilli skömm. Búin að einangra mig mikið en ég var/er mikil félagsvera. Rosalega erfitt að vera kýldur svona niður og geta bara alls ekki staðið upp aftur. Mikil sorg líka. Ég dauðskammaðist mín. Því mér fannst ég svo mikill aumingi. Mikil skömm. Já og þegar maður hugsar um það, þá er það mjög skrítið. Eins og sjá má er það ekki á örmögnun bætandi að vera uppfullur af skömm. Það er meira en að segja það að reyna að takast á við heilsufarslegar áskoranir - skömm á ekki að vera partur af því. Það er nógu erfitt að vakna jafnþreyttur ef ekki þreyttari en þú varst þegar þú fórst að sofa, geta ekki gert það sem þú þarft og/eða vilt gera og um leið að þurfa að láta aðra horfa upp á þig í slíku ástandi. Langvarandi örmögnun er ekkert nema skerðing á lífsgæðum og því þarf að taka alvarlega. Lífsgæði okkar skipta máli. Viðhorf skipta máli. Hjálpumst að við að breyta þeim. Það langar engan að vera örmagna. Höfundur er móðir í endurhæfingu og stofnandi Instagram-síðunnar Lífið og líðan.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun