Útlendingamál í ólestri Guðbergur Reynisson skrifar 26. febrúar 2024 08:30 Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun