Kaldbakur festir kaup á Optimar Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 11:03 Eiríkur S. Jónsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, er spenntur fyrir þeim tækifærum sem fjárfesting félagsins á Optimar mun hafa. Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu tveggja stofnenda Samherja, hefur gengið frá kaupum á hátæknifyrirtækinu Optimar af þýska eignarhaldsfélaginu Haniel. Optimar framleiðir sjálfvirk fiskvinnslukerfi til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi og er með viðskiptavini í meira en 30 löndum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kaldbakur sendi á fjölmiðla. Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. er í eigu tveggja stofnenda Samherja hf. og fjölskyldna þeirra. Árið 2022 tók félagið yfir eignir Samherja sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Eignagrunnur Kaldbaks er margþættur og spannar atvinnugreinar á borð við sjávarútveg, orku, matvælavinnslu og smásöluiðnað. Meðal eigna Kaldbaks eru hlutabréf í REM Offshore AS, Högum hf., Slippnum Akureyri ehf., Jarðborunum hf., Sjóvá hf. og Bergfrost P/F. Með fjárfestingu í Optimar leitast Kaldbakur við að styrkja stöðu sína sem fjárfestir í haftengdum iðnaði. Alþjóðlegur þjónustuaðili við sjávarútveg Hjá Optimar starfa 260 manns við hönnun og vöruþróun, framleiðslu, uppsetningu og sölu og er fyrirtækið með viðskiptavini í meira en þrjátíu löndum. Höfuðstöðvar Optimar er í Ålesund í Noregi fyrirtækið er auk þess með starfsstöðvar á Spáni, í Rúmeníu og Bandaríkjunum. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri Optimar sem mun áfram þjónusta viðskiptavini sína sem sjálfstætt fyrirtæki í samstæðu Kaldbaks ehf. Optimar er með höfuðstöðvar í Noregi en starfar einnig í Bandaríkjunum, Rúmeníu og Spáni. „Optimar er traustur þjónustuaðili við sjávarútveginn á heimsvísu. Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og viðskiptasamböndum. Við erum spennt fyrir þeim tækifærum sem þessi fjárfesting mun skapa, bæði fyrir Optimar og fyrir önnur fyrirtæki í okkar eigu,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks. Haniel er rótgróið þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur haft höfuðstöðvar í Duisburg frá stofnun sinni árið 1756. Árið 2022 störfuðu 21.500 manns hjá Haniel Group og velta fyrirtækisins nam 4,2 milljörðum evra. Haniel festi kaup á Optimar á árinu 2017 og hefur frá þeim tíma stutt við þróun og uppbyggingu fyrirtækisins. Sjávarútvegur Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kaldbakur sendi á fjölmiðla. Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. er í eigu tveggja stofnenda Samherja hf. og fjölskyldna þeirra. Árið 2022 tók félagið yfir eignir Samherja sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Eignagrunnur Kaldbaks er margþættur og spannar atvinnugreinar á borð við sjávarútveg, orku, matvælavinnslu og smásöluiðnað. Meðal eigna Kaldbaks eru hlutabréf í REM Offshore AS, Högum hf., Slippnum Akureyri ehf., Jarðborunum hf., Sjóvá hf. og Bergfrost P/F. Með fjárfestingu í Optimar leitast Kaldbakur við að styrkja stöðu sína sem fjárfestir í haftengdum iðnaði. Alþjóðlegur þjónustuaðili við sjávarútveg Hjá Optimar starfa 260 manns við hönnun og vöruþróun, framleiðslu, uppsetningu og sölu og er fyrirtækið með viðskiptavini í meira en þrjátíu löndum. Höfuðstöðvar Optimar er í Ålesund í Noregi fyrirtækið er auk þess með starfsstöðvar á Spáni, í Rúmeníu og Bandaríkjunum. Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri Optimar sem mun áfram þjónusta viðskiptavini sína sem sjálfstætt fyrirtæki í samstæðu Kaldbaks ehf. Optimar er með höfuðstöðvar í Noregi en starfar einnig í Bandaríkjunum, Rúmeníu og Spáni. „Optimar er traustur þjónustuaðili við sjávarútveginn á heimsvísu. Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og viðskiptasamböndum. Við erum spennt fyrir þeim tækifærum sem þessi fjárfesting mun skapa, bæði fyrir Optimar og fyrir önnur fyrirtæki í okkar eigu,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks. Haniel er rótgróið þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur haft höfuðstöðvar í Duisburg frá stofnun sinni árið 1756. Árið 2022 störfuðu 21.500 manns hjá Haniel Group og velta fyrirtækisins nam 4,2 milljörðum evra. Haniel festi kaup á Optimar á árinu 2017 og hefur frá þeim tíma stutt við þróun og uppbyggingu fyrirtækisins.
Sjávarútvegur Nýsköpun Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira