Coventry fyrst liða í átta liða úrslit þeirrar elstu og virtustu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. febrúar 2024 22:21 Ellis Simms (t.v.) fagnar einu af þremur mörkum sínum. Catherine Ivill/Getty Images Í kvöld fór fyrsti leikur 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar fram. Þar vann Coventry City spútniklið Maidenhead United örugglega 5-0. Enska bikarkeppnin í knattspyrnu, FA Cup, er elsta bikarkeppni í heimi. Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Maidenhead United sem situr í 15. sæti E-deildar Englands er þjálfað af George Elokobi, fyrrverandi leikmanni Úlfanna og fleiri liða. Liðið sló Ipswich Town út í síðustu umferð en Ipswich er í harðri baráttu um að komast upp úr ensku B-deildinni. Coventry er í 9. sæti ensku B-deildarinnar en eftir sigur gestanna á Ipswich var ljóst að það var ekkert vanmat í gangi. Ellis Simms, framherjinn stæðilegi í liði Coventry, gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en hann skoraði þrennu á rúmum 25 mínútum. Fyrsta markið skoraði hann á 9. mínútu þegar hann kláraði færi sitt einkar vel eftir frábæra sendingu Kasey Palmer. The assist The finish Ellis Simms bags an early goal for @Coventry_City#EmiratesFACup pic.twitter.com/9uaGsVMQzb— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Fimm mínútum síðar renndi Palmer boltanum aftur í gegnum vörn gestanna og aftur skoraði Ellis með fínu skoti. Að þessu sinni má setja spurningamerki við Lucas Covolan, markvörð gestanna. Ellis Simms grabs his second of the day for @Coventry_City #EmiratesFACup pic.twitter.com/RGw7ZEitoo— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Simms fullkomnaði svo þrennu sína þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Covolan gat ekki haldið. Var þetta fyrsta þrenna Simms á ferlinum. Strikers instinct It's a first professional hat-trick for @_ellissimms #EmiratesFACup pic.twitter.com/duj9jrp4WW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Í síðari hálfleik bætti Fabio Tavares við tveimur mörkum og leiknum lauk eins og áður sagði með 5-0 sigri Coventry sem er komið alla leið í 8-liða úrslit. Fabio Tavares wants people to remember his name.#EmiratesFACup pic.twitter.com/Gy9W4JVhfZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Tavares grabs another to seal @Coventry_City's spot in the #EmiratesFACup quarter-finals pic.twitter.com/u2joXneNp8— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 26, 2024 Aðrir leikir 16-liða úrslitanna fara fram á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Verða sex af sjö leikjum sýndir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Þriðjudagur 19.20: Bournemouth - Leicester City (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Blackburn Rovers - Newcastle United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Luton Town - Manchester City (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2) 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4) 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3) 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2) Leikur Úlfanna og Brighton & Hove Albion verður ekki sýndur í beinni útsendingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti