Noona kaupir SalesCloud Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2024 10:26 Jón Hilmar Karlsson, nýr framkvæmdastjóri SalesCloud og Kjartan Þórisson framkvæmdastjóri Noona. Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að kaupin séu gerð með blöndu af reiðufé og nýju hlutafé í Noona Labs ehf. Noona þjónustar 1.800 fyrirtæki í 16 löndum en viðskiptavinir SalesCloud eru 300 talsins. Þá segir í tilkynningunni að yfir Yfir 120.000 íslendingar hafa sótt Noona appið sem fékk nýlega hæstu einkunn í flokki íslenskra vefþjónusta í árlegri mælingu Maskínu, en um 200.000 þjónustur eru bókaðar á hverjum mánuði í gegnum kerfi Noona á Íslandi. Samanlagt voru Noona og SalesCloud með rúmlega 340 milljónir króna í árstekjur árið 2023. „Þessi kaup eru stórt stökk fram á við fyrir Noona og ég er virkilega spenntur fyrir möguleikunum sem munu núna opnast. Þetta mun gera bæði félögin mun sterkari og skila sér í öflugara vöruframboði fyrir viðskiptavini okkar og notendur,“ segir Kjartan Þórisson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Noona. Samkvæmt heimasíðu Noona er markmið félagsins að hjálpa fólki að skapa sterk viðskiptasambönd. Svona birtist Noona appið íslenskum notendum. Jón Hilmar verður framkvæmdastjóri SalesCloud Þá segir í tilkynningunni að SalesCloud sé þekktast hér á landi fyrir sölu- og greiðslulausnir en félagið þjónustar meðal annars þekkt fyrirtæki eins og Brauð & Co, Minigarðinn, Hvammsvík, Wok On, Grillmarkaðinn og Íslandshótel. Jón Hilmar Karlsson, meðstofnandi Noona, mun taka yfir sem framkvæmdastjóri SalesCloud þangað til félögin tvö hafa sameinast að fullu. Hann segir að þetta marki nýtt tímabil í sögu SalesCloud, sem muni taka stakkaskiptum: „Við munum einbeita okkur að því að þjónusta núverandi viðskiptavini SalesCloud enn betur, laga það sem bæta má, bæta við nýrri virkni sem lengi hefur verið beðið eftir og vinna áfram með þá fjölmörgu kosti sem kerfi SalesCloud hafa nú þegar upp á að bjóða. Ég get ekki beðið eftir því að sýna viðskiptavinum SalesCloud allt það sem við erum með planað. Það eru bjartir tímar framundan.“ Helgi Andri Jónsson, stofnandi SalesCloud og fyrrum framkvæmdastjóri, mun aftur hefja störf hjá félaginu sem tæknilegur ráðgjafi samhliða þessum breytingum eftir að hafa sagt upp störfum sumarið 2023. „Ég hef lengi fylgst með Noona. Kjartan og Jón Hilmar hafa byggt upp frábært fyrirtæki og ég hlakka til að hjálpa þeim á þessum mikilvægu tímamótum.“ Hluti af starfsfólki Noona á Íslandi. Greiðslumiðlun Verslun Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að kaupin séu gerð með blöndu af reiðufé og nýju hlutafé í Noona Labs ehf. Noona þjónustar 1.800 fyrirtæki í 16 löndum en viðskiptavinir SalesCloud eru 300 talsins. Þá segir í tilkynningunni að yfir Yfir 120.000 íslendingar hafa sótt Noona appið sem fékk nýlega hæstu einkunn í flokki íslenskra vefþjónusta í árlegri mælingu Maskínu, en um 200.000 þjónustur eru bókaðar á hverjum mánuði í gegnum kerfi Noona á Íslandi. Samanlagt voru Noona og SalesCloud með rúmlega 340 milljónir króna í árstekjur árið 2023. „Þessi kaup eru stórt stökk fram á við fyrir Noona og ég er virkilega spenntur fyrir möguleikunum sem munu núna opnast. Þetta mun gera bæði félögin mun sterkari og skila sér í öflugara vöruframboði fyrir viðskiptavini okkar og notendur,“ segir Kjartan Þórisson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Noona. Samkvæmt heimasíðu Noona er markmið félagsins að hjálpa fólki að skapa sterk viðskiptasambönd. Svona birtist Noona appið íslenskum notendum. Jón Hilmar verður framkvæmdastjóri SalesCloud Þá segir í tilkynningunni að SalesCloud sé þekktast hér á landi fyrir sölu- og greiðslulausnir en félagið þjónustar meðal annars þekkt fyrirtæki eins og Brauð & Co, Minigarðinn, Hvammsvík, Wok On, Grillmarkaðinn og Íslandshótel. Jón Hilmar Karlsson, meðstofnandi Noona, mun taka yfir sem framkvæmdastjóri SalesCloud þangað til félögin tvö hafa sameinast að fullu. Hann segir að þetta marki nýtt tímabil í sögu SalesCloud, sem muni taka stakkaskiptum: „Við munum einbeita okkur að því að þjónusta núverandi viðskiptavini SalesCloud enn betur, laga það sem bæta má, bæta við nýrri virkni sem lengi hefur verið beðið eftir og vinna áfram með þá fjölmörgu kosti sem kerfi SalesCloud hafa nú þegar upp á að bjóða. Ég get ekki beðið eftir því að sýna viðskiptavinum SalesCloud allt það sem við erum með planað. Það eru bjartir tímar framundan.“ Helgi Andri Jónsson, stofnandi SalesCloud og fyrrum framkvæmdastjóri, mun aftur hefja störf hjá félaginu sem tæknilegur ráðgjafi samhliða þessum breytingum eftir að hafa sagt upp störfum sumarið 2023. „Ég hef lengi fylgst með Noona. Kjartan og Jón Hilmar hafa byggt upp frábært fyrirtæki og ég hlakka til að hjálpa þeim á þessum mikilvægu tímamótum.“ Hluti af starfsfólki Noona á Íslandi.
Greiðslumiðlun Verslun Veitingastaðir Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira