Læknar í Kópavogi fá ekki að sinna sjúklingum fyrir norðan Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2024 13:15 Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar. Tveimur læknum með starfstöðvar í Kópavogi verður ekki leyft að mæta til Akureyrar inn á milli og sinna sjúklingum sínum þar. Forstjóri Heilsuverndar segir að þarna sé verið að mismuna sjúklingum eftir búsetu. Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur. Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Læknarnir tveir eru starfsmenn Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og eru með aðalstarfsstöðvar þar. Þeir höfðu ætlað sér að vera einnig með sjúklinga sem búsettir eru á Akureyri og ferðast norður til að sinna þeim og nýta sér aðstöðu Læknastofanna á Akureyri. Fólki er frjálst að velja sér heilsugæslustöð og heimilislækni óháð búsetu en þrátt fyrir það sendu Sjúkratryggingar Íslands bréf sem kemur í veg fyrir að læknarnir geti einnig sinnt sjúklingunum fyrir norðan. Fjöldi skjólstæðinga á Akureyri Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar sem rekur Heilsugæsluna í Urðarhvarfi, segir ósamræmi ríkja hjá Sjúkratryggingum. „Við höfum einfaldlega velt því upp að það sé eðlilegt að við skoðum það að þegar margir skrá sig hjá okkur á Akureyri og vilja hitta sinn heimilislækni að okkur sé heimilt að geta komið til móts við þann skjólstæðingahóp en árétta að megin þjónustan er í Kópavogi,“ segir Teitur. Mega ekki neita fólki Hann segir fyrirkomulagið ekki skila auknum kostnaði til sjúklinga sem búa á Akureyri en vilja nýta sér þjónustu læknanna. Hann bendir á að hver sem er geti skráð sig á hvaða heilsugæslu sem er og heilsugæslurnar megi ekki neita fólki um nýskráningar. „Þá teljum við eðlilegt að reyna að koma til móts við þá á okkar eigin kostnaði og reyna að sinna þeim sem best á þeim stað sem þeir búa. Þetta er val. Við erum að horfa til þess að það val er verið að skerða með þessari nálgun Sjúkratrygginga,“ segir Teitur. Heilsuvernd fundar með Sjúkratryggingum á fimmtudag um málið. „Það eiga allir sjúklingar rétt á sömu þjónustu á sama gjaldi landið um kring. Um það snýst málið,“ segir Teitur.
Heilbrigðismál Kópavogur Akureyri Stjórnsýsla Heilsugæsla Byggðamál Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira