„Munum gera allt til þess að koma okkur á EM“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. febrúar 2024 18:30 Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að Ísland muni leika í A-deild Þjóðadeildar. „Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sjá meira
„Það var markmiðið og það tókst. Þetta snýst um að vinna leiki og auðvitað var þetta erfiður leikur. Við vissum að þær væru góðar og við fórum af fullum krafti í þennan leik og sigldum þessu heim.“ Ísland lenti undir snemma og Þorsteinn viðurkenndi það að mark Serba gerði leikinn erfiðari fyrir íslenska liðið. „Þær komust yfir eftir einstaklingsmistök hjá okkur og auðvitað gerði það leikinn erfiðari fyrir okkur. Ég var sáttur með að hafa unnið þennan leik og um það snýst þetta bara.“ „Ég er ekki búinn að sjá markið aftur. Við töpuðum boltanum á miðjunni og þær kláruðu færið vel.“ Ísland var marki undir í tæplega 69 mínútur en hvernig fannst Þorsteini liðið spila einu marki undir? „Mér fannst við gera það þokkalega vel í síðari hálfleik. Við herjuðum á þær í seinni hálfleik reyndar þegar að fyrra markið kom þá var komið jafnvægið í leikinn og þær komnar framar sem gerði það að verkum að það var pláss á bakvið þær sem okkur tókst að nýta.“ Serbía komst snemma yfir og var mikið að tefja í leiknum sem kom Þorsteini þó ekkert á óvart. „Við vissum þetta alveg fyrir leik ef staðan yrði markalaus eða þær komnar yfir þá myndu þær liggja mikið og reyna að drepa leikinn. Þær voru klókar í því og það reyndi á kollinn á okkur en mér fannst við leysa vel úr því.“ Þorsteinn var gríðarlega ánægður með síðari hálfleikinn og að hans mati fannst honum leikurinn snúast við í byrjun síðari hálfleiks. „Í byrjun seinni hálfleiks fannst mér við liggja á þeim. Eftir jöfnunarmarkið fóru þær að hugsa að þær þyrftu að vinna þennan leik líka og fóru framar á völlinn og við fengum pláss á bakvið þær og urðum hættulegri við það.“ Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sigurmarkið og Þorsteinn var afar ánægður með hana. Þetta var fyrsta landsliðsmark Bryndísar. „Þetta var týpískt mark eins og hún myndi skora. Hún er góð í þessu að finna pláss og stöður. Þetta var ekta mark fyrir hana og það var týpískt fyrir hana að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Þorsteinn sagði að lokum að markmið liðsins væri að komast inn á EM en það væri þó langur vegur framundan. „Það er langur vegur eftir. Við skoðum framhaldið í næsta glugga og það er mikið eftir og mikið verk framundan. Það er markmiðið að komast á EM og það er það sem við stefnum að og munum gera allt til þess að koma okkur á EM,“ sagði Þorsteinn Halldórsson að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sadio Mané hafnaði Manchester United Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu „Hlustið á leikmennina“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sjá meira