Við vinnum með íslensku Joanna Dominiczak og Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifa 28. febrúar 2024 13:01 Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun