Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá.
Hann segir að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins og nú sé unnið að reykræstingu. Töluvert hafi verið af reyk í íbúðinni.
Þá segir hann að ekkert sé vitað um upptök eldsins.
Uppfært 10:15: Samkvæmt upplýsingum frá vettvangsstjóra slökkviliðs voru þrír fluttir á slysadeild til skoðunar.

