Þetta segir Stefnir Snorrason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu, á vettvangi.
„Við fengum tilkynningu um lausan eld í íbúð hérna laust fyrir klukkan hálf tíu í morgun. Það var talið að tvær manneskjur væru inni í íbúðinni, sem reyndist rétt, og þeim var bjargað. Annar var kominn út reyndar af sjálfsdáðum en hinn var sóttur inn. Síðan var eldurinn slökktur og öðrum komið í viðeigandi skjól. Vettvangurinn hefur núna verið afhentur lögreglu og er í rannsókn.“
Svipmyndir frá vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: