Rafmagnshitari kveikti í húsgögnum og svo koll af kolli Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 14:45 Mikinn eld lagði frá iðnaðarhúsnæðinu kvöldið fimmtánda febrúar. Vísir/Vilhelm Talið er að eldsvoði í iðnaðarhúsnæði á horni Fellsmúla og Grensásvegar hafi kviknað vegna geisla- eða rafmagnsblásara. Eldurinn kviknaði síðdegis þann fimmtánda febrúar, en slökkvistarfi lauk morguninn eftir. Slippfélagið, Pizzan, Curvy og Stout voru með starsemi í húsinu, en bílaþjónusta og hjólbarðaverkstæði N1 varð hvað verst úti í eldinum. „Það er grunað að það hafi verið einhver rafmagns- eða geislahitari sem var inni á einhverri skrifstofu eða herbergi,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann segir að hitarinn hafi líklega bilað og eldur kviknað út frá honum. Viðbraðgsaðilar girtu af svæði í kringum húsnæðið þar sem eldurinn brann. Jafnframt var vegum í kringum eldvoðan lokað á meðan aðgerðum stóð.Vísir/Vilhelm Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangs- eða geislahitara sem var í skrifstofu í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Þetta er svona rafmagnshitari sem er notaður þegar kalt er úti. Ég veit ekki hvað þeir voru að hita þarna, en það er auðvitað oft kalt á þessum smurstöðum. Allt opið og svoleiðis. Eldurinn náði síðan í húsgögn, svo einhverja dekkjasamstæðu og svo koll af kolli,“ segir Guðmundur. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöðu tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru allar líkur á að þetta sé málið.“ Í kjölfar brunans sendi N1 frá sér tilkynningu þar sem að sagði að sjálfvirkur brunaboði í húsnæðinu hefði gert stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ 15. febrúar 2024 21:31 Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Slippfélagið, Pizzan, Curvy og Stout voru með starsemi í húsinu, en bílaþjónusta og hjólbarðaverkstæði N1 varð hvað verst úti í eldinum. „Það er grunað að það hafi verið einhver rafmagns- eða geislahitari sem var inni á einhverri skrifstofu eða herbergi,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi í samtali við fréttastofu. Hann segir að hitarinn hafi líklega bilað og eldur kviknað út frá honum. Viðbraðgsaðilar girtu af svæði í kringum húsnæðið þar sem eldurinn brann. Jafnframt var vegum í kringum eldvoðan lokað á meðan aðgerðum stóð.Vísir/Vilhelm Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangs- eða geislahitara sem var í skrifstofu í húsnæðinu.Vísir/Vilhelm „Þetta er svona rafmagnshitari sem er notaður þegar kalt er úti. Ég veit ekki hvað þeir voru að hita þarna, en það er auðvitað oft kalt á þessum smurstöðum. Allt opið og svoleiðis. Eldurinn náði síðan í húsgögn, svo einhverja dekkjasamstæðu og svo koll af kolli,“ segir Guðmundur. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöðu tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru allar líkur á að þetta sé málið.“ Í kjölfar brunans sendi N1 frá sér tilkynningu þar sem að sagði að sjálfvirkur brunaboði í húsnæðinu hefði gert stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54 Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ 15. febrúar 2024 21:31 Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stórbruni í húsi á horni Fellsmúla og Grensásvegar Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds í húsi á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík. 15. febrúar 2024 17:54
Ekkert annað í stöðunni en að boða til brunaútsölu og byrja upp á nýtt „Maður er bara búin að fylgjast með úr fjarska og jú, við stóðum þarna fyrir utan og vonuðumst til að þetta myndi klárast en svo varð þetta bara verra og verra. Og maður er svona að teikna upp í huganum hver verða næstu skref fyrir okkur og okkar fyrirtæki.“ 15. febrúar 2024 21:31
Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. 16. febrúar 2024 11:39