Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 15:53 Svifryksmengun er mikil á höfuðborgarsvæðinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu. Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.
Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira