Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 15:53 Svifryksmengun er mikil á höfuðborgarsvæðinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu. Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.
Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira