Segir verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. febrúar 2024 18:39 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir tímapúnkturinn ekki réttur fyrir verkfallsaðgerðir. Vísir/Einar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist þykja það mjög miður að samninganefnd Eflingar upplifi að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðunum og skoði verkfallsaðgerðir. Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Hún segir að það hafi ekki verið ætlun samninganefnd Samtaka atvinnulífsins að sýna viðsemjendum sínum neina vanvirðingu og að öll samskipti fylkinganna fram að síðustu dögum hafi verið til fyrirmyndar.„Við trúum því að núna sé ekki tímapúnkturinn til að fara í átakafarvegi,“ segir Sigríður í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Verkfallsaðgerðir ekki viðeigandi Sigríður segir að fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafi lagt sig fram við að sýna trúnað og vera einlæg en að allir geti gert mistök. Boðleiðir geti verið misskýrar og að það geti allir gert betur í þeim efnum. „Við þurfum í rauninni bara að tala okkur saman í gegnum þær aðstæður sem upp koma. Og það er það sem við erum að fara að gera á morgun. Við erum að fara að hittast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið til þess að halda áfram með þetta verkefni,“ segir Sigríður. Fulltrúum Samtaka atvinnulífsins finnist þó ákvörðun Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudaginn kemur ekki viðeigandi vegna mikillar óvissu bæði hérlendis vegna náttúruhamfara og á alþjóðavettvangi. Þegar aðstæður eru með þeim hætti sé mikilvægt að fækka óvissuatriðum eins og kostur er. „Við vitum líka að þessi verðbólga sem við búum við er of mikil og vextirnir eru háir og landsmenn eiga skilið að bæði breytist. En forsenda fyrir því er auðvitað friður á vinnumarkaði og að okkur takist að gera þessa langtímakjarasamninga,“ segir Sigríður. Markmiðið sé tímamótasamningur Hún segir að mikilvægt sé að höfða til allra sem sitja við samningaborðið að klára verkefnið. „Ég veit að við getum það. Við höfum sýnt það og munum sýna það. Við höldum áfram þangað til verkefnið er búið en það þarf að klára verkefnið til þess að aðrir átti sig á því að það eru breyttar aðstæður,“ segir Sigríður. „ Þetta allt tekur tíma. En við erum komin svo langt og við munum svo sannarlega ekki gefast upp. Þetta endar að sjálfsögðu með kjarasamningi en markmiðið er auðvitað að þetta endi með kjarasamningi sem er tímamótasamningur sem getur náð þessum markmiðum,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14 Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Boða atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks á mánudag Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá ræstingafólki hefst á mánudaginn kemur. Verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk sem er í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars næstkomandi. 29. febrúar 2024 07:14
Ríkur verkfallsvilji hjá ræstingafólki sem greiðir atkvæði á mánudag Fulltrúar breiðfylkingarinnar svokölluðu og Samtaka atvinnulífsins hafa verið boðuð til fundar í fyrramálið en í gærkvöldi ákvað samninganefnd Eflingar að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá félagsfólki Eflingar sem starfar við ræstingar. Formaður Eflingar telur að ríkur verkfallsvilji sé í þeim hópi. 29. febrúar 2024 12:00