Hvað tefur kjaraviðræðurnar? Arnþór Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 08:31 Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar