Búið er að skrúfa fyrir kalda vatnið en enn flæðir talsvert vatn um göturnar. Slökkviliðið stendur að því að leiða vatnið í burtu frá mannvirkjum og að dæla vatni úr fyrrnefndum kjöllurum og bílskúrum.
„Við erum enn þá þarna á staðnum. Það þurfti að dæla úr görðunum líka til að leki ekki meira inn. Við erum að bíða eftir að verktaki á vegum orkuveitunum komi og taki við þessu verkefni,“ segir Bjarni.
Aðspurður segist hann ekki hafa hugmynd um tjón. Hann segir slökkviliðið munu verða á vettvangi í hálftíma í viðbót að minnsta kosti.
Á vettvangi er slökkviliðsbíll með dælu að reyna að afstýra frekari vatnsskemmdum.