Einn var handtekinn í tengslum við húsbrot í Austurbænum og annað innbrot á sama svæði er í rannsókn.
Þá var tilkynnt um innbrot á veitingastað og um einstakling í annarlegu ástandi.
Tveir voru stöðvaðir í umferðinni, annar grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og hinn um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla fjarlægði einnig skráningarmerki af fjölda ótryggðra og óskoðaðra ökutækja.