Sendir 81 árs gamlan eiganda Dallas Cowboys í faðernispróf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2024 12:30 Jerry Jones sést hér með eiginkonu sinni Eugeniu Jones sem er hægra megin á myndinni. Þau hafa verið gift í 61 ár. Getty/Ethan Miller Dómstóll í Dallas hefur ákveðið að Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, þurfi að gangast undir faðernispróf. Málið tengist því að 27 ára gömul kona heldur því fram að Jones sé faðir hennar. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun Jones frá 2022. Konan heitir Alexandra Davis og segir að hún hafi komið undir í sambandi Jones og móður hennar á tíunda áratug síðustu aldar. Jerry Jones must take paternity test to see if he s the father of 27-year-old woman after his appeal is rejected https://t.co/zuTm1BwHGQ pic.twitter.com/SMihrJQsKi— New York Post Sports (@nypostsports) March 1, 2024 Lögfræðingar Jones gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir það að faðernisprófið verði framkvæmt og láta meðal annars reyna á lagalegt réttmæti þess að neyða Jones í slíkt próf. Davis lögsótti Jones árið 2022 og sóttist eftir því að dómarinn myndi ógilda samkomulag móður hennar við Jones. Móðirin skrifaði undir slíkan samning þegar barnið var tveggja ára. Samkvæmt Davis kom það það fram í samkomulaginu að Jones myndi styðja móðurina fjárhagslega svo framarlega hún opinberaði ekki að hann væri faðir Alexöndru. Jones segir að það sé ekki satt. Jones giftist konu sinni Gene árið 1963. Þau eiga þrjú börn saman og öll börnin þeirra starfa hjá Cowboys félaginu. Hinn 81 árs gamli Jones er ekki bara eigandi félagsins heldur einnig forseti og framkvæmdastjóri Dallas Cowboys. Lögfræðingar Jones segja að Alexandra Davis hafi þegar fengið samanlagt milljónir dollara frá Jones á ævi sinni. Hann er milljarðamæringur og Dallas Cowboys er verðmætasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Virði þess hefur þúsundfaldast síðan hann eignaðist félagið árið 1989. : A judge has ordered #Cowboys Owner Jerry Jones to submit a DNA test in a paternity lawsuit brought by a woman that is claiming to be his daughter. Alexandra Davis, 26, sued Jones in March, claiming the 80-year-old billionaire was her father and had been pic.twitter.com/1mtNYrjxfp— JPAFootball (@jasrifootball) February 29, 2024 NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira
Málið tengist því að 27 ára gömul kona heldur því fram að Jones sé faðir hennar. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun Jones frá 2022. Konan heitir Alexandra Davis og segir að hún hafi komið undir í sambandi Jones og móður hennar á tíunda áratug síðustu aldar. Jerry Jones must take paternity test to see if he s the father of 27-year-old woman after his appeal is rejected https://t.co/zuTm1BwHGQ pic.twitter.com/SMihrJQsKi— New York Post Sports (@nypostsports) March 1, 2024 Lögfræðingar Jones gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir það að faðernisprófið verði framkvæmt og láta meðal annars reyna á lagalegt réttmæti þess að neyða Jones í slíkt próf. Davis lögsótti Jones árið 2022 og sóttist eftir því að dómarinn myndi ógilda samkomulag móður hennar við Jones. Móðirin skrifaði undir slíkan samning þegar barnið var tveggja ára. Samkvæmt Davis kom það það fram í samkomulaginu að Jones myndi styðja móðurina fjárhagslega svo framarlega hún opinberaði ekki að hann væri faðir Alexöndru. Jones segir að það sé ekki satt. Jones giftist konu sinni Gene árið 1963. Þau eiga þrjú börn saman og öll börnin þeirra starfa hjá Cowboys félaginu. Hinn 81 árs gamli Jones er ekki bara eigandi félagsins heldur einnig forseti og framkvæmdastjóri Dallas Cowboys. Lögfræðingar Jones segja að Alexandra Davis hafi þegar fengið samanlagt milljónir dollara frá Jones á ævi sinni. Hann er milljarðamæringur og Dallas Cowboys er verðmætasta íþróttafélag Bandaríkjanna. Virði þess hefur þúsundfaldast síðan hann eignaðist félagið árið 1989. : A judge has ordered #Cowboys Owner Jerry Jones to submit a DNA test in a paternity lawsuit brought by a woman that is claiming to be his daughter. Alexandra Davis, 26, sued Jones in March, claiming the 80-year-old billionaire was her father and had been pic.twitter.com/1mtNYrjxfp— JPAFootball (@jasrifootball) February 29, 2024
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Sjá meira