Lengjubikarsmarkasúpa í leikjum kvöldsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2024 21:06 Birkir Már skoraði tvö í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Alls voru 15 mörk skoruð í tveimur leikjum kvöldsins i Lengjubikar karla í knattspyrnu. Nágrannafélögin Keflavík og Grindavík gerðu 3-3 jafntefli á meðan Valur vann 6-3 sigur ÍR. Það var líf og fjör í Reykjaneshöllinni í kvöld þar sem Keflavík og Grindavík mættust. Ásgeir Páll Magnússon kom Keflavík yfir eftir stundarfjórðung en Adam Árni Róbertsson jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpur hálftími var liðinn. Ígnacio Heras Anglada kom Keflavík yfir á nýjan leik skömmu síðar en Sigurjón Rúnarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 2-2 í hálfleik. Stefan Alexander Ljubicic kom Keflavík yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Það stefndi svo allt í sigur Keflavíkur þegar Eric Vales Ramos fékk sitt annað gula spjald þegar þrettán mínútur lifðu leiks. Það var hins vegar varamaðurinn Sölvi Snær Ásgeirsson sem tryggði Grindvíkingum stig með marki þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 3-3. Grindavík er áfram á toppi riðils 1 í A-deild Lengjubikarsins, nú með 10 stig að loknum fimm leikjum. Keflavík er í 2. sæti með 8 stig eftir fjóra leiki. Í Breiðholti mættust ÍR og Valur. Heimamenn komust óvænt 2-0 yfir þökk sé mörkum frá Aroni Daníel Arnalds og Guðjóni Mána Magnússyni. Birkir Már Sævarsson og Aron Jóhannsson jöfnuðu fyrir Val áður en fyrri hálfleik var lokið. Birkir Már bætti við öðru marki sínu sem og þeir Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Adam Ægir Pálsson bættu við mörkum fyrir Val áður en Alexander Kostic minnkaði muninn fyrir heimamenn. Lokatölur á ÍR-vellinum 3-6. Valur trónir á toppi riðils 2 í A-deild með 12 stig að loknum fimm leikjum. ÍR er í 2. sæti með 9 stig að loknum fjórum leikjum. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Það var líf og fjör í Reykjaneshöllinni í kvöld þar sem Keflavík og Grindavík mættust. Ásgeir Páll Magnússon kom Keflavík yfir eftir stundarfjórðung en Adam Árni Róbertsson jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpur hálftími var liðinn. Ígnacio Heras Anglada kom Keflavík yfir á nýjan leik skömmu síðar en Sigurjón Rúnarsson jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar, staðan 2-2 í hálfleik. Stefan Alexander Ljubicic kom Keflavík yfir á nýjan leik með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Það stefndi svo allt í sigur Keflavíkur þegar Eric Vales Ramos fékk sitt annað gula spjald þegar þrettán mínútur lifðu leiks. Það var hins vegar varamaðurinn Sölvi Snær Ásgeirsson sem tryggði Grindvíkingum stig með marki þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 3-3. Grindavík er áfram á toppi riðils 1 í A-deild Lengjubikarsins, nú með 10 stig að loknum fimm leikjum. Keflavík er í 2. sæti með 8 stig eftir fjóra leiki. Í Breiðholti mættust ÍR og Valur. Heimamenn komust óvænt 2-0 yfir þökk sé mörkum frá Aroni Daníel Arnalds og Guðjóni Mána Magnússyni. Birkir Már Sævarsson og Aron Jóhannsson jöfnuðu fyrir Val áður en fyrri hálfleik var lokið. Birkir Már bætti við öðru marki sínu sem og þeir Patrick Pedersen, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Adam Ægir Pálsson bættu við mörkum fyrir Val áður en Alexander Kostic minnkaði muninn fyrir heimamenn. Lokatölur á ÍR-vellinum 3-6. Valur trónir á toppi riðils 2 í A-deild með 12 stig að loknum fimm leikjum. ÍR er í 2. sæti með 9 stig að loknum fjórum leikjum.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira