FIFA algjörlega mótfallið bláu spjöldunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 11:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur alfarið sett sig upp á móti bláum spjöldum sem átti að kynna til sögunnar fyrr í mánuðinum. IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31