FIFA algjörlega mótfallið bláu spjöldunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 11:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, er ekki maður sem liggur á skoðunum sínum. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur alfarið sett sig upp á móti bláum spjöldum sem átti að kynna til sögunnar fyrr í mánuðinum. IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
IFAB, Alþjóðaknattspyrnuráðið, ætlaði kynna blá spjöld innan knattspyrnunnar til leiks í byrjun febrúar. Hugmyndin var sú að leikmenn sem rífa kjaft við dómarann eða brjóta af sér á taktískan hátt – til að stöðva skyndisókn til dæmis – myndu fá blátt spjald. Hugmyndin var samþykkt af IFAB í nóvember á síðasta ári og ætlunin var að hefja notkun þeirra á næsta tímabili. FIFA setti sig upp á móti þeim aðgerðum, sem og margir knattspyrnuaðdáendur, og þar sem sambandið veitti ekki blessun sína var ákveðið að fresta notkun bláu spjaldanna um óákveðinn tíma. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur nú gert afstöðu sína, og sambandsins þar af leiðandi, alveg skýra í þessu máli. „FIFA er algjörlega mótfallið bláu spjöldunum. Ég vissi ekki einu sinni af þessu máli, forseti FIFA, og ég er nokkuð viss um að FIFA þurfi að veita IFAB samþykki“ sagði Infantino í viðtali. „Við þurfum að taka þessum málum alvarlega og við erum alltaf opin fyrir því að skoða nýjar leiðir, en á sama tíma verðum við að bera virðingu fyrir leiknum, eðli hans, hefðum og venjum. Það verður ekkert blátt spjald.“ hélt hann svo áfram. Eins og áður segir voru fleiri en Infantino mótfallnir þessari hugmynd, enska úrvalsdeildin setti sig til dæmis hart upp á móti henni. Afar ólíklegt verður því að þykja að bláu spjöldin muni nokkurn tímann líta dagsins ljós í knattspyrnukeppni á efsta stigi, þó enn sé til skoðunar að nota þau í neðri deildum eða yngri flokkum. Frekari hugmyndir verða svo áfram ræddar innan FIFA og IFAB til að sporna við slæmri hegðun og kjafbrúki leikmanna á knattspyrnuvellinum.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Segir að bláu spjöldin hefðu breytt leiknum í villta vestrið Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að ef nú þegar væri búið að taka upp notkun bláu spjaldann í ensku úrvalsdeildinni hefði leikur Liverpool og Burnley í gær breyst í villta vestrið. 11. febrúar 2024 12:31