Lýðveldið Ísland Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. mars 2024 09:00 Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Sjá meira
Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Í mannlegum samfélögum gilda önnur lögmál til viðhalds, grósku og þroska. Samfélög nærast á kærleika, von, náð, þakklæti og gleði. Sameiginleg ábyrgð samfélagsins að standa vörð um áunnin réttindi sem lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði, með átakalausri iðkun þeirra. Í tilefni þess að við sem samfélagið lýðveldið Ísland fögnum 80 ára afmæli í ár er vert að þakka fyrir eftirfarandi: Það er á Íslandi sem við veljum að skapa samfélag sem einkennist af öryggi, forvitni og gleði. Það er á Íslandi sem við skynjum innra með okkur hversu framúrskarandi hæf við erum til að hafa bein áhrif á örlög okkar og framtíð með því að velja – í meðvitund og ábyrgð. Fyrir þær áskoranir sem eru ófyrirsjáanlegar erum við ávallt undirbúin – því við leitumst eftir að skapa samstöðu með því að hlusta á hvert annað og treystum á samtakamátt samfélagsins í hvívetna. Það er á Íslandi sem við vitum að okkar hlutverk er að vera leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu og sýna hversu mikilvægt er að hafa frið í hjarta – það skapar frið í heimi. Það er á Íslandi sem við fyllumst þakklæti og auðmýkt fyrir forréttindin við að búa hér, ala upp börn og hvort annað, veita hvort öðru rými til sköpunar á nýjum tækifærum, taka á móti köldum öldutoppum í sjósundi, fylla vitin súrefni í öllum útgáfum af veðri og finna mátt okkar samfélags með samstöðu þegar náttúruöflin minna á sinn ægikraft. Þetta er lýðveldið Ísland 80 ára. Almættið blessi lýðveldið Ísland og verndi alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Land Ég segi þér ekkert um landið ég syng engin ættjarðarljóð um hellana, fossana, hverina ærnar og kýrnar um baráttu fólksins og barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mér í myrkrinu. Andaðu djúpt og finndu það streyma segðu svo Hér á ég heima Ljóð: Ingibjörg Haraldsdóttir Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar