Dómsmálaráðherra reiknar með málþófi á Alþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 14:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fjallaði meðal annars um útlendingamál á fundinum í Rangárhöllinni á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á síðustu tveimur árum hafa íslensk stjórnvöld fengið níu þúsund umsóknir frá flóttafólki um vernd hér á landi en það eru mun fleiri umsóknir en hin löndin á Norðurlöndunum hafa fengið á sama tíma. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni. Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni.
Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira