Dómsmálaráðherra reiknar með málþófi á Alþingi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2024 14:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fjallaði meðal annars um útlendingamál á fundinum í Rangárhöllinni á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á síðustu tveimur árum hafa íslensk stjórnvöld fengið níu þúsund umsóknir frá flóttafólki um vernd hér á landi en það eru mun fleiri umsóknir en hin löndin á Norðurlöndunum hafa fengið á sama tíma. Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni. Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í fundarherferð á Suðurlandi síðustu daga eins og aðrir flokkar í kjördæmaviku alþingismanna um all land. Einn af fundnum var haldin í Rangárhöllinni á Hellu þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra fór yfir stöðu útlendingamála. Guðrún sagðist vera mjög stolt og ánægð með að ríkisstjórnin væri búin að samþykkja heildarnálgun í málefnum flóttafólks, innflytjenda og hælisleitenda hér á landi en hún mun mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi á morgun, mánudag. „Og þá munum við líka sjá hvað stjórnarandstaðan ætlar að gera, hvort að þau ætli að fara í málþóf, sem ég tel einboðið að einhverjir reyna að gera,” segir Guðrún á fundinum og hélt áfram. „Á síðustu tveimur árum höfum við fengið hér umsóknir um vernd, sem eru níu þúsund talsins en það eru jafn margir og allir íbúar í Sveitarfélaginu Árborg. Það sem er merkilegt er það að við erum að fá gríðarlegar miklar umsóknir og við erum jafnvel að fá fleiri umsóknir heldur en á Norðurlöndunum og það segir okkur það að það er eitthvað óeðlilegt hér í okkar kerfi. Við erum með eitthvað frábrugðið, við erum með öðruvísi lagaumhverfi heldur en nágrannalöndin, sem við viljum bera okkur saman við,” sagði Guðrún. Ráðherra var spurður heilmikið um stöðu útlendingamála á fundinum og var þeim öllum svarað fljótt og vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kostnaðurinn við málaflokkinn, hann hleypur á milljörðum. „Kostnaðurinn er að lágmarki komin upp í 20 milljarða, að lágmarki og það sem er sorglegt við það að við erum í raun að brenna helminginn af þeim peningum því samþykktarhlutfall um vernd hér á landi, að svona helmingur þeirra sem sækir um, hann fær vernd, helmingurinn fær synjun, nema að það hefur tekið okkur næstum tvö ár að synja þessu fólki. Og á meðan er fólk hér í framfærslu, fær húsnæði og er í fullri framfærslu og nýtur heilbrigðisþjónustu hér á landi,” sagði dómsmálaráðherra á fundinum á Hellu í vikunni.
Rangárþing eystra Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira