Fékk ekki hreinlætisvörur á spítalanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. mars 2024 20:59 Nadía og Stefanía. Vísir/Steingrímur Dúi Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Lára Björk Sigrúnardóttir var lögð þungt haldin inn á gjörgæsludeild í borginni Varna í Búlgaríu 10. febrúar, eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út í þvagfærasýkingu. Það varð til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýru og lifur. Dóttir Láru var um tíma úti í Búlgaríu til að liðka fyrir því að hægt væri að koma Láru með sjúkraflugi til Íslands, en illa gekk að fá afhent sjúkragögn svo samtökin SOS International gætu metið ástand hennar til að fljúga. „Sjúkragögnin voru meginástæða þess að SOS gæti aðstoðað okkur. Áður en Nadía og Arnar fóru út voru þau búin að vera í samskiptum við spítalann og það var alltaf skellt á, og við fengum sendiherrann í Varsjá til að aðstoða okkur, það var einnig skellt á hann. SOS hringdu á spítalann, það var skellt á þá. Það var sama, það voru alltaf bara sömu svör,“ segir Stefanía Björg Jónsdóttir, frænka Láru. Aðstæður Láru á búlgarska spítalanum hafi verið afar slæmar. „Hún var ekki með neyðarbjöllu, þannig að ef hana vantaði aðstoð þá gat hún ekki hringt á hjálp. Ef hún sá lækna eða hjúkrunarfræðinga labba fram hjá sér þá var hún hundsuð. Hún var að fá tvær máltíðir á dag,“ segir Stefanía. Lá undir gardínu Dóttir Láru segir að móðir sín hafi verið nakin í sjúkrarúminu ýmist með teppi eða gardínu yfir sig. „Henni fannst mjög óþægilegt að vera nakin, við vorum búin að koma með föt til hennar og búin að fá leyfi til þess að fara með föt til hennar, en hún fékk aldrei þessi föt. Við komum með hreinlætisvörur sem hún fékk ekki. Það var ennþá maskari undir augunum. Það voru búnar að myndast flækjur í hárinu hennar, hún var ekki böðuð eða þurrkað af henni,“ segir Nadía Rós Sheriff, dóttir Láru. Fyrir tæpum tveimur vikum fengust loks afhentar skýrslur sem voru nauðsynlegar til að koma Láru í sjúkraflug síðastliðinn mánudag. Henni hrakaði hins vegar aftur og því þurfti að fresta fluginu þar til hún fengi blóðgjöf. Lára er að sögn dóttur hennar himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Kerfið þurfi að tala saman Lára kom til Íslands um hálf tíu á fimmtudagskvöld, og er afar ánægð að vera loks komin heim. „Bara þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún fékk, hún fann bara ótrúlega mikla umhyggju frá öllum á Íslandi,“ segir Nadía, en móðir hennar er í einangrun á Landspítalanum. Nadía og Stefanía eru sammála um að skerpa þurfi á íslenska kerfinu þegar mál sem þetta kemur upp, meðal annars með tilliti til samskipta milli heilbrigðis- og utanríkisráðuneytis og borgaraþjónustunnar. „Ég hélt að við værum bara að fara að hringja í borgaraþjónustuna og þau myndu bara redda málunum,“ segir Nadía. „Okkar upplifun er sú að það sé ekki verið að tala saman þegar íslenskur ríkisborgari lendir á sjúkrahúsi erlendis,“ segir Stefanía. Búlgaría Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08 Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Lára Björk Sigrúnardóttir var lögð þungt haldin inn á gjörgæsludeild í borginni Varna í Búlgaríu 10. febrúar, eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út í þvagfærasýkingu. Það varð til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýru og lifur. Dóttir Láru var um tíma úti í Búlgaríu til að liðka fyrir því að hægt væri að koma Láru með sjúkraflugi til Íslands, en illa gekk að fá afhent sjúkragögn svo samtökin SOS International gætu metið ástand hennar til að fljúga. „Sjúkragögnin voru meginástæða þess að SOS gæti aðstoðað okkur. Áður en Nadía og Arnar fóru út voru þau búin að vera í samskiptum við spítalann og það var alltaf skellt á, og við fengum sendiherrann í Varsjá til að aðstoða okkur, það var einnig skellt á hann. SOS hringdu á spítalann, það var skellt á þá. Það var sama, það voru alltaf bara sömu svör,“ segir Stefanía Björg Jónsdóttir, frænka Láru. Aðstæður Láru á búlgarska spítalanum hafi verið afar slæmar. „Hún var ekki með neyðarbjöllu, þannig að ef hana vantaði aðstoð þá gat hún ekki hringt á hjálp. Ef hún sá lækna eða hjúkrunarfræðinga labba fram hjá sér þá var hún hundsuð. Hún var að fá tvær máltíðir á dag,“ segir Stefanía. Lá undir gardínu Dóttir Láru segir að móðir sín hafi verið nakin í sjúkrarúminu ýmist með teppi eða gardínu yfir sig. „Henni fannst mjög óþægilegt að vera nakin, við vorum búin að koma með föt til hennar og búin að fá leyfi til þess að fara með föt til hennar, en hún fékk aldrei þessi föt. Við komum með hreinlætisvörur sem hún fékk ekki. Það var ennþá maskari undir augunum. Það voru búnar að myndast flækjur í hárinu hennar, hún var ekki böðuð eða þurrkað af henni,“ segir Nadía Rós Sheriff, dóttir Láru. Fyrir tæpum tveimur vikum fengust loks afhentar skýrslur sem voru nauðsynlegar til að koma Láru í sjúkraflug síðastliðinn mánudag. Henni hrakaði hins vegar aftur og því þurfti að fresta fluginu þar til hún fengi blóðgjöf. Lára er að sögn dóttur hennar himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Kerfið þurfi að tala saman Lára kom til Íslands um hálf tíu á fimmtudagskvöld, og er afar ánægð að vera loks komin heim. „Bara þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún fékk, hún fann bara ótrúlega mikla umhyggju frá öllum á Íslandi,“ segir Nadía, en móðir hennar er í einangrun á Landspítalanum. Nadía og Stefanía eru sammála um að skerpa þurfi á íslenska kerfinu þegar mál sem þetta kemur upp, meðal annars með tilliti til samskipta milli heilbrigðis- og utanríkisráðuneytis og borgaraþjónustunnar. „Ég hélt að við værum bara að fara að hringja í borgaraþjónustuna og þau myndu bara redda málunum,“ segir Nadía. „Okkar upplifun er sú að það sé ekki verið að tala saman þegar íslenskur ríkisborgari lendir á sjúkrahúsi erlendis,“ segir Stefanía.
Búlgaría Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08 Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35
Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08
Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57