Meistararnir aftur á toppinn eftir öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 20:01 Chelsea er komið á topp ensku deildarinnar. Warren Little/Getty Images Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í vandræðum með Refina frá Leicester í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Manchester United náði aðeins í stig gegn West Ham United og Brighton & Hove Albion skoraði 7 mörk gegn botnliði Bristol City. Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Tvö mörk seint í fyrri hálfleik lögðu grunninn að þægilegum sigri Chelsea. Hin sænska Nathalie Björn kom Chelsea yfir á 38. mínútu. Hin kólumbíska Mayra Ramirez, dýrasti leikmaður í sögu ensku deildarinnar, tvöfaldaði forystuna á 44. mínútu eftir frábæran sprett. That is unbelievable, Mayra! #CFCW pic.twitter.com/LVbNuJeCDt— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) March 3, 2024 Johanna Rytting Kaneryd, einnig frá Svíþjóð, bætti þriðja markinu við um miðbik síðari hálfleiks og hin bandaríska Catarina Macario skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 Chelsea í vil og meistararnir komnir með 37 stig líkt og Manchester City þegar 14 umferðir eru búnar af ensku deildinni. Arsenal er í 3. sæti með 34 stig eftir 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur fyrr í dag. Manchester United er í 4. sætinu en liðið missti toppliðin þrjú enn lengra frá sér með því að ná aðeins í jafntefli gegn West Ham United. Dagný Brynjarsdóttir lék ekki með Hömrunum þar sem stutt er síðan hún eignaðist sitt annað barn. Rachel Williams kom Man Utd yfir strax á 4. mínútu leiksins. Var þetta hennar 50. mark í deildinni. We have lift-off #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/Ej0G7JqhTv— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 3, 2024 Gestirnir voru í raun mun betri frá upphafi til enda en tókst ekki að bæta við marki og það kom í bakið á þeim þegar Viviane Asseyi jafnaði metin á 85. mínútu. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölurnar í Lundúnum. María Þórisdóttir spilaði allan leikinn i ótrúlegum 7-3 útisigri Brighton á Bristol. María spilaði allan leikinn, gerði hún sér lítið fyrir og lagði upp þriðja mark Brighton. Elisabeth Terland skoraði það mark en hún skoraði tvö í dag. Teri doing Teri things... pic.twitter.com/3TJCCgZzfb— Brighton & Hove Albion Women (@BHAFCWomen) March 3, 2024 Hin fimm mörk gestanna skoruðu þær Pauline Bremer, Tatiana Pinto, Madison Haley, Victoria Losada og Katie Robinson. Þá vann Liverpool 4-1 útisigur á Aston Villa. Stöðuna í deildinni má finna hér.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira