Krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og endurtekningar á símakosningu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 18:41 Einar Stefánsson, lagahöfundur lagsins „Wild West“ ásamt Bashar Murad flytjanda þess, hefur krafist þess að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosningar Söngvakeppninnar og símakosningin endurtekin. Vísir/Vilhelm Lagahöfundur „Wild West“ hefur skrifað forsvarsmönnum Söngvakeppninnar bréf þar sem hann krefst þess að sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd á kosningu keppninnar og að símakosning verði endurtekin. Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum bréf Einars Hrafns Stefánssonar, trommara og lagahöfundar lagsins „Wild West“ sem Bashar Murad flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins, sem hann sendi forsvarsmönnum Söngvakeppninnar um fimmleytið í eftirmiðdaginn. Bréfið er stílað á Stefán Eiríksson útvarpsstjóra, Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra Rúv og Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar og er skrifað í kjölfar fréttaflutnings Vísis af því að atkvæði sem fólk ætlaði að greiða Bashar í gærkvöldi fóru til Heru Bjarkar. Einar setur fram tvær kröfur í bréfinu. Annars vegar að „sjálfstæð rannsókn verði framkvæmd af óháðum aðila á því hvort kosningin var réttilega framkvæmd og hvort ásakanir um að átt hafi verið við bæði síma- og appkosningu þannig að atkvæði sem greidd voru Bashar fóru ýmist á Heru eða eyðilögðust.“ Hins vegar að „símakosningin verði endurtekin almenningi að kostnaðarlausu og að þá verði látið ráða eitt atkvæði á mann,“ segir í bréfinu. Óeðlilegt að Rúv telji sig geta rannsakað sig sjálft Enn fremur segir Einar í bréfinu að það geti aldrei verið hafið yfir vafa hvort kosningin hafi verið réttmæt eftir öll þau skilaboð sem teymi Bashars hefur fengið með skjáskotum af sms-um sem fóru á vitlaust símanúmer eða af fólki sem gat ekki kosið vegna gruns um að kosninganúmer Bashars væri ruslnúmer. „Það er í hæsta máta óeðlilegt að RÚV telji að stofnunin geti sjálf staðið að innri rannsókn á því og því þarf sjálfstæða rannsókn til að tryggja traust or orðspor Söngvakeppninnar. Um leið er alls ekki ljóst hvernig hægt sé að meta hvort atkvæði sem svona fór fyrir hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Einar í bréfinu. Einar óskar að lokum eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnunum fyrir hádegi mánudaginn 4. mars 2024. Endurtekning það sanngjarnasta í stöðunni Einar sagði í samtali við Vísi núna um sexleytið að strax í gærkvöldi hefðu byrjað að hrúgast inn skjáskot af samfélagsmiðlum þar sem atkvæði „fyrir Bashar voru að enda hjá Heru, bæði í gegnum sms og síma og í gegnum appið. Einar segir því ljóst að yfirlýsing Rúnars Freys, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, um að engar athugasemdir hafi verið gerðar vegna annarra kosningaleiða en í gegnum appið Rúv Stjörnur ekki standast. Rúnar Freyr sagði í gærkvöldi að framkvæmd kosninganna í gegnum appið Rúv Stjörnur væri til skoðunar með framleiðendum þess. Hann tók þó fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem Hera og Bashar fengu væri ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. „Þetta er ekki það sama og hefur verið. Svona vesen hefur komið upp áður en þetta virðist vera miklu stærra,“ segir Einar þar sem mögulegir gallar hafi verið á öllum tegundum atkvæða. Því þurfi að endurtaka kosninguna. „Mér myndi finnast það það sanngjarna í stöðunni bæði fyrir okkur og Heru ef þetta á að vera lýðræðislegt,“ segir Einar um kröfu teymisins um endurtekningu á símakosningunni. Hann segir að það myndi taka allan vafa af niðurstöðunni.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira