Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 19:01 Pep Guardiola í leik dagsins. EPA-EFE/ASH ALLEN Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. „Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira
„Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Sjá meira