Sundlaugin fyllist á ný og bæjarbúar fagna Atli Ísleifsson skrifar 4. mars 2024 13:15 Íbúar á Þingeyri þurfa að bíða í einhverja daga enn áður en þeir stinga sér til sunds. Einhverja daga tekur að fylla laugina og ná réttu hitastigi. Ragnheiður Halla Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega. „Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
„Þetta er mikill gleðidagur. Sundlaugin er eins og félagsmiðstöð hérna í bænum. Heitu pottarnir og sánan hafa verið opin og hefur eldra fólkið komið á morgnana og aðrir eftir vinnu. En börnin hafa ekki komist í laugina síðan 16. október þegar lauginni var lokað,“ segir Ragnheiður Halla Ingadóttir, starfsmaður sundlaugarinnar, í samtali við fréttastofu. Ragnheiður Halla Fréttir bárust af því í haust loka hafi þurft lauginni eftir að grunur kviknaði um leka. Kom í ljós að dúkurinn væri ónýtur enda kominn til ára sinna. Könnun leiddi þá í ljós að vatnsyfirborðið lækkaði um 25 sentimetra á einum sólarhring. Tekur einhverja daga að fylla laugina Ragnheiður Halla segir að einhverja daga komi til með að taka að fylla laugina og sömuleiðis að ná réttu hitastigi. „En þetta lítur svakalega vel út og við erum öll mjög spennt að komast aftur ofan í laugina okkar.“ Dúkurinn í laugarkerinu var frá byggingarári hússins eða árið 1996 og því orðinn 28 ára gamall. Almennt hefur verið talað um að endingartími sé um tuttugu ár. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar væru um tólf milljónir króna. Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla Ragnheiður Halla
Sundlaugar Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Sundlaugin lekur Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir á laugarkeri sundlaugarinnar á Þingeyri þar sem það lekur. Eftir að grunur kviknaði um leka var ákveðið að stöðva áfyllingu í einn sólarhring og lækkaði vatnsyfirborðið þá um 25 sentimetra. Dúkurinn er talinn ónýtur enda kominn til ára sinna. 16. nóvember 2023 08:49
Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. 25. janúar 2024 06:46