Er talmeinafræðingur í þínu teymi? Þórunn Hanna Halldórsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:00 Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 6. mars halda talmeinafræðingar upp á Evrópudag talþjálfunar. Á þeim degi munu talmeinafræðingar um alla Evrópu leggja sitt af mörkum til að auka vitund almennings um störf sín og stöðu sinna skjólstæðinga. Yfirskrift dagsins þetta árið er „Talmeinafræðingar í teymi“. Talmeinafræði á Íslandi Talmeinafræði hefur verið kennd sem framhaldsnám við Læknadeild HÍ frá 2010 og hafa útskrifast þaðan um 95 talmeinafræðingar. Skv. starfsleyfaskrá Landlæknis eru útgefin starfsleyfi til talmeinafræðinga frá upphafi 171 talsins og af þeim eru rúmlega 130 starfandi hér á landi í dag. Námsleiðin hefur því menntað um 55% af öllum talmeinafræðingum sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi og rúm 70% þeirra talmeinafræðinga sem eru starfandi í dag. Auk þess að fjölga talmeinafræðingum, hefur tilkoma námsleiðarinnar aukið verulega við íslenskar rannsóknir á viðfangsefnum talmeinafræðinga og stuðlað að útgáfu íslenskra matstækja. Talmeinafræðingar eru heilbrigðisstétt en starfssvið þeirra snýr að greiningu og meðferð á vanda sem tengist tali, máli og kyngingu. Aðkoma talmeinafræðinga getur skipt máli á öllum æviskeiðum, hjá ungabörnum, á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og hjá fullorðnum og öldruðum. Hljóðkerfisröskun, raddvandamál, kyngingartregða, málþroskaröskun DLD, málstol, vitræn tjáskiptaskerðing, heyrnarskerðing og fæðuinntökuvandi barna eru örfá dæmi um þau vandamál sem talmeinafræðingar sinna. Starf þeirra felst í því að greina vandann og leggja upp meðferðaráætlun sem getur bæði falið í sér sértæka þjálfun talmeinafræðings og/eða ráðgjöf til aðstandenda og fagaðila í umhverfi einstaklingsins. Þá starfa talmeinafræðingar oft sem hluti af teymi sem myndað hefur verið í kringum ákveðna hópa eða þjónustuform sem veitt er á stofnunum. Talmeinafræðingar í teymi Teymin geta verið misstór og innihaldið margar eða fáar fagstéttir en aðalstyrkurinn felst í því að virkja skjólstæðinginn sjálfan og aðstandendur hans. Greinarmunur er á fjölfaglegri og þverfaglegri teymisvinnu. Í fjölfaglegri teymisvinnu vinnur hver teymisliði að afmörkuðum hluta verkefnisins sem hann ber þá einn ábyrgð á og lausnin verður þannig summa þessara afmörkuðu hluta. Í þverfaglegri teymisvinnu horfa teymisliðar hins vegar heildrænt á verkefnið og leggja sína sérfræðiþekkingu fram og finna sameiginlega bestu lausnina. Hvor nálgunin hentar betur byggir á eðli verkefnisins en í flóknum málum getur heildræn þverfagleg nálgun þó skipt sköpum. Dæmi um starfsstöðvar talmeinafræðinga með sterka teymisvinnu eru t.d. Heyrnar- og talmeinastöð, Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, Geðheilsumiðstöð barna, þjónustumiðstöðvar og skólaþjónustur sveitarfélaga og endurhæfingastofnanir s.s. Reykjalundur, Kristnes, Landspítali og Kjarkur endurhæfing. Hlutverk talmeinafræðinga í þverfaglegu teymi er misjafnt eftir vanda skjólstæðingsins en snýr oft að því að varpa ljósi á hvaða áhrif tal- og málvandi eða kyngingartregða hefur á líf hans og hvernig best sé að bregðast við honum. Hlutverk talmeinafræðings í teyminu snýr að góðri samvinnu við aðra í teyminu, þ.e. að hlusta vel og miðla upplýsingum sem snúa að hans sérfræðiþekkingu. Hlutverk hans er einnig að valdefla einstaklinginn og fjölskyldu hans, m.a. með því að auka skilning þeirra á stöðunni, ýta undir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins og veita aðgang að bjargráðum og verkfærum sem styðja hann í fjölbreyttum aðstæðum. Talmeinafræðingar geta einnig verið sterkir málsvarar sinna skjólstæðinga og ættu að hafa frumkvæði að því að tala máli þeirra sem einstaklinga og sem hóps, við bæði þjónustuveitendur og ráðamenn. Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar mun Félag talmeinafræðinga á Íslandi standa fyrir átaki á samfélagsmiðlum þar sem vakin er athygli á innleggi talmeinafræðinga í þverfaglegri teymisvinnu. Þá má ítreka mikilvægi þess að stofnanir og stjórnvöld líti enn frekar til talmeinafræðinga í þverfaglegri sérfræðiþjónustu innan mennta- og heilbrigðisstofnana og fjárfesti í lífsgæðum barna og fullorðinna með tal og málmein. Höfundur er talmeinafræðingur og teymisstjóri í Kjarki endurhæfingu og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun